Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 9
hraunin í Álftaveri og á Mýrdalssandi væru úr syðri hluta sprungukerfisins. í ljósi þess að Eldgjá er hluti af þeirri miklu sprungurein, sem rekja má jökla milli, er naumast óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort myndun Eld- gjár sé ekki fyrst og fremst afleiðing af sprungumyndun og höggun (tekton- ik), en eldvirknin komi síðar til. Hér skal og á það bent að þar sem akvegur- inn inn eftir gjánni endar er gíghrúgald mikið, sem hallast upp að eystri gjá- veggnum, en það sýnir að gjáitr var til þegarþargaus. Um þetta getur hver sá er á staðinn kemur sannfært sig, en þetta þýðir að sjálfsögðu að gjáin er eldri en gosið. HRAUNIN Fullyrt hefur verið að hraun það, sem runnið hefur til austurs um skarðið þar sem Nyrðri Ófæra og Strangakvísl nú renna, hafi fallið austur í hið forna Skaftárgljúfur og eftir því niður á láglendið og að á því stæði Landbrotsbyggð. Það hefur m. ö. o. verið gengið út frá því að Eldgjárhraun hafi þar lent undir Skáft- áreldahrauni frá 1783, en svo virðist sem enginn hafi skoðað þau hrauna- mót. Kort Sappers er ekki nógu ná- kvæmt og nær ekki nógu langt austur til þess að sýna þetta. Robson (bls. 102) segir einfaldlega: „. . . . they disap- pear under the Laki lava of the Skaftá valley“. Kort hans af þessu er naumast gert á staðnum. Sé nokkuð nánar hug- að að þessum meintu hraunmótum kemur eftirfarandi í ljós. Rétt neðan við þann stað þar sem Strangakvísl og Nyrðri Ófæra koma saman, skiptist vatnið aftur í tvo arma (1. mynd). Nyrðri kvíslin fellur út af norðurbrún hraunsins góðan spöl austar og rennur eftir það meðfram því og svo út á slétta sanda. Syðri kvíslin, sem á köflum skiptist í nokkra arma, eftir því hvað vatnið er mikið, fellur í fossum út af hrauninu (2. mynd), sem þar mynd- ar talsvert háa brún (3. mynd), og út á áður nefnda sanda, kippkorn sunnar en nyrðri kvíslin. Að austan takmark- ast þessi sandslétta af ávalri jökulurð- arbungu. Við nánari athugun kemur í ljós að undir þessari sandsléttu er Skaftáreldahraun, sem sjá má af því að klettar og hraunhryggir úr því standa víðs vegar upp úr sandinum bæði nyrst og syðst. Þetta sýnir að þegar Skaftár- eldahraun rann 1783 hefur þarna verið láglent vik eða lægð, sem takmörkuð var að austan af áður nefndri jökulurð- ar hæð en að vestan af brún Eldgjár- hrauns (1. mynd). Þetta bendir mjög sterklega til þess, að þessi kvísl Eld- gjárhrauns hafi aldrei náð lengra, en endi í þessari bröttu brún. Þær hraunnibbur og hryggir, sem upp úr sandinum standa eru allar Skaftárelda- hraun. Hefði Eldgjárhraun náð lengra, hlaut það að stöðvast við hæð- ina handan við lægðina og sandslétt- una. Þar hefði þá engin lægð verið, sem Skaftáreldahraun gat runnið í (1. mynd). í þessari bröttu brún Eldgjár- hrauns eru tveir myndarlegir gervigígir (4. mynd). Niðurstaðan af þessu hlýtur að verða sú að hvorki eru líkur og því síður sannanir til fyrir því að Eldgjárhraun hverfi þarna undir Skaft- áreldahraun. Það virðist ekki hafa náð fram að Skaftá á þessum stað, en þar er dalurinn nú aðeins um 1,5 km breiður. Nyrðri Ófæra fellur upp að norðurenda margnefndrar jökulurð- arbungu og eftir það í fossum og há- vöðum, fyrst til austurs en svo til suðurs meðfram rönd Skaftárelda- hrauns, milli þess og hæðadraganna þar vestur af. Hvergi sést þar annað hraun undir því, en bæði grágrýti og jökulberg þar sem áin fellur fyrir norðurenda hæðarinnar. Um hina syðri kvísl Eldgjárhrauns, þá er fallið 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.