Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 35
flug fór hann að raula finnskt þjóðlag.
í því að hann byrjaði að raula mynd-
uðust nokkrir sveimar yfir sveim-
merkjum umhverfis hann. Jaakko
endurtók þetta nokkrum sinnum og í
hvert skipti sem hann hóf þjóðlagið
flugu karlflugurnar upp og mynduðu
sveima. Það var einungis við upphafs-
nótu þjóðlagsins sem sveimarnir
mynduðust, og karlflugurnar sveim-
uðu í nokkrar sekúndur eftir að upp-
hafstónninn dó.
Síðar kom í ljós að upphafstónn
þjóðlagsins er um 300 sveiflur á sek-
úndu sem er að öllum líkindum væng-
sláttartíðni kvenflugna S. exterma.
Þessi uppgötvun auðveldaði Jaakko
mjög athugun á sveimum karlflugn-
anna og pörun rykmýsins. Þegar lygnt
var hófu kvenflugur sig við og við á
loft í nágrenni sveimmerkja og flugu
þá gjarna í lágum sveig yfir sveim-
merkið. Nær samstundis og kvenfluga
var komin á loft flugu karlflugurnar
upp og söfnuðust saman yfir
sveimmerkinu. Karlflugurnar héldu
áfram sveimfluginu þangað til einhver
karlflugan náði kvenflugunni og hóf
mökun við hana. En ef engin karlfluga
náði kvenflugunni á skömmum tíma,
þá lenti kvenflugan og karlflugurnar
snarlega þar á eftir.
Þegar karlfluga náði kvenflugu í
sveimnum virtist mökun hefjast og
parið lenti þá nær samstundis á jörð-
inni. Mökun hélt þó alla jafna áfram í
nokkrar mínútur.
í því harðbýla landi sem Svalbarði
er, þar sem vindar eru tíðir og lágur
hiti algengur yfir sumartímann, virðist
þessi samstilling kynjanna við mökun-
arflugið vera mjög orkusparandi að-
lögun. Þegar karlflugurnar bíða kyrrar
umhverfis sveimmerkin eru þær vafa-
lítið að hlusta eftir kvenflugum. Á
milli vindhviða fljúga karlflugurnar
einungis mökunarflug ef í nágrenni
sveimmerkis þeirra er kvenfluga sem
er tilbúin til mökunar. Þannig eyða
karlflugurnar hvorki orku sinni í flug
við erfið skilyrði né þegar engin kven-
fluga er móttækileg fyrir „svermiríi“
þeirra, en eins og fyrr segir gefa kven-
flugurnar sig fram með því að fljúga í
lágum sveig yfir sveimmerki.
Ýmsar tegundir rykmýs makast þó
ekki í sveimum heldur fer pörun og
mökun fram á föstu undirlagi t.d. á
grjóti. Það á til dæmis við um tegund-
ina Eukiefferiella minor, sem algeng er
á strandsvæðum stöðuvatna og í ám.
E. minor er meðal annars algeng í
Laxá í Mývatnssveit. Hjá þeirri tegund
fer pörunin þannig fram að karlflugur
rjúka á þær kvenflugur sem þeir geta
nálgast og reyna að læsa ytri kynfærum
sínum um kynfæri kvenflugnanna. Ef
kvenflugan er ekki tilbúin til mökunar
hleypur hún undan karlflugunni sem
þá reynir fyrir sér annars staðar. Ef
kvenflugan er tilbúin til mökunar teng-
ir parið saman kynfæri sín og karlflug-
an helst þá stundum ofan á kvenflug-
unni og snúa þær framendum í sömu
átt. Oft kemur þó fyrir að karlflugan
skrönglast ofan af kvenflugunni og
stendur þá til hliðar við hana ellegar
að flugurnar snúa saman afturendum
sem tengdir eru á kynfærunum. Þann-
ig haldast flugurnar samtengdar í
nokkrar mínútur.
FÆÐUNÁM FLUGNANNA
Löngum hefur verið talið að ryk-
mýsflugur nærðust ekki. Algengt er þó
að sjá þær á kafi í ýmsum blómum eða
reklum trjáa. Ef marka má munnlimi
flugnanna, sem eru mjög lítilfjörlegir,
þá virðist sem fæðunámi flugnanna sé
29