Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 45
meðaltalið af hita kviku og hita grann-
bergs áður en kvikan skaust inn (Jae-
ger 1959). Ef grannbergið er ekki
mjög heitt fyrir verður hiti á mótunum
nokkur hundruð gráðum lægri en
bræðslumark grannbergsins þannig að
bergið í heild nær ekki að bráðna, þótt
einstakar vatnaðar steindir með lágt
bræðslumark nái ef til vill að bráðna
næst ganginum (Níels Óskarsson o. fl.
1985). Venjulega hindrar kælihúð á
jöðrum gangs upptöku bráðar úr
veggjum grannbergs (Campbell
1985), og rúmmálsflæði kviku á tíma-
einingu yrði að vera mun hærra, og
standa mun lengur en hægt er að
reikna með, ef veggir grannbergs ættu
að bráðna (Hardee 1982).
Ef í ganginum er iðustreymi er lík-
legt að bræðsla og upptaka grannbergs
eigi sér stað á jöðrum gangsins
(Campbell 1985). En iðustreymi bas-
altkviku (þóleiítkviku) í gangi verður
því aðeins að gangurinn sé um eða yfir
10 m breiður (Campbell 1985), og
flestir gangar hér á landi eru þynnri en
4 m og skágangar yfirleitt þynnri en 1
m (Ágúst Guðmundsson 1984 og
óbirtar niðurstöður). Leiða má rök að
því að gangar séu almennt þynnri neð-
arlega í skorpunni en ofarlega, og því
minnka líkur á iðustreymi í göngum
með vaxandi dýpi í skorpunni. Þetta
sýnir að iðustreymi er ólíklegt í dæmi-
gerðum basaltgöngum hér á landi, sem
þýðir að litlar líkur eru til að þeir
bræði grannberg sitt. Þessi niðurstaða
er í samræmi við segulmælingar Leós
Kristjánssonar (1985) sem sýna að í
fjarlægð sem er tíundi hluti af þykkt
gangsins er hiti grannbergs alltaf undir
500°C, sem er 600-700°C lægra en
bræðslumark þess.
Hugmyndir um að kvikuhólf séu af-
leiðing Rayleigh-Taylor óstöðuleika
byggja á því að hólfin myndist í, og
berist um, efni sem hafi eiginleika
2. mynd. Hlutbráðin kvikuþró veitir kviku
í gegnum ganga upp í albráðið, grunnstætt
kvikuhólf sem leggur eldstöðinni til kviku.
— A partially molten magma reservoir
supplies magma, through dikes, to a shall-
ow, totally molten magma chamber.
vökva. Þessi óstöðugleiki verður þegar
eðlismassamikill vökvi Iiggur ofan á
öðrum sem hefur minni eðlismanna
(Whitehead o. fl. 1984). í hlutbráðnu
möttulefni, sem hegðar sér að sumu
leyti eins og vökvi, gætu einhvers kon-
ar kvikuhólf eða kvikubólur myndast
og borist um með þessum hætti
(Marsh 1979). Grunnstæð kvikuhólf í
jarðskorpu íslands geta hins vegar
varla myndast á þennan hátt. í fyrsta
lagi hegðar jarðskorpan sér ekki eins
og vökvi. í öðru lagi virðast kvikuhólf
aflfræðilega aðgreind frá kvikuþróm
(sbr. Kröflu), en samkvæmt ofan-
greindri hugmynd ætti hvert hólf að-
eins að vera toppur þróar.
39