Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 21
GRIMSTANGI
Snið tekið 20.júli' 1984
11. mynd. Jarðvegssnið í Grímstanga. Ljósu öskulögin tvö í jarðvegsfylltri sprungu í
hrauninu. — The two acidic tephra layers in a soil-filled fissure in the Landbrot lava.
Af þessu leiðir spurninguna, hvaðan
er hraunið komið? Nú vill svo til að
Landbrotshraun ásamt hraunum á
Mýrdalssandi og við austanverðan
Mýrdalsjökul er verulega frábrugðið
Skaftáreldahrauni og hraununum á
Tungnársvæðinu (Elsa Vilmundar-
dóttir 1977) hvað bergfræði snertir en
er nánast eins og hraunin á Kötlu-Eld-
gjár svæðinu (Sveinn P. Jakobsson
1979). Þetta virðist hafa verið talið
styðja þá skoðun að hraunið væri úr
Eldgjá komið. Sapper (1908) bendir á
að sigdalur (Graben) sé norður af
norðurenda Eldgjár og í sömu stefnu
og gjáin. Kom síðar í ljós að sprungu-
rein þessa má rekja áfram norður og
austur eftir yfir Skaftá (Guðmundur
Kjartansson 1962) og að á þeirri sömu
línu eru stórfelldir gosgígir og gígaröð,
sem rekja má a. m. k. norður á móts
við Tröllhamar. Þessa gígaröð, sem í
heild er um 20 km, kortlagði Björn
Jónasson (1974) fyrstur og nefndi
Kambagígi. Ljóst er af þessu að
sprungurein sú sem Eldgjá er hluti af,
nær jökla milli og að á henni hefur
eldvirkni mikil verið í aldanna rás, en
ekki er ljóst hvað af því hefur verið
samtímis. Athyglisvert er að Björn
kveður uppúr með það að hraunið úr
Kambagígum „sver sig í ætt við Eld-
gjá“ og sé „jafngamalt Landbrots-
hrauni. Bergfræðilegan skyldleika
þessara hrauna staðfestir Sveinn Jak-
obsson (1979). Ekki en enn vitað um
neitt annað hraun austan Skaftár af
þessari gerð. Niðri á láglendinu austan
Skaftár er ekki vitað um aðra eldstöð
en Hálsagígi (Jón Jónsson 1953), en
hrauninu úr þeim svipar mjög til Skaft-
áreldahrauns. Sama gildir um eld-
stöðvarnar við Leiðólfsfell. Nú er það
fullkomlega ljóst af landslaginu, að
hafi verulegt hraun runnið úr Kamba-
gígum þá hlaut það að renna mjög svo
sömu leið og Skaftáreldahraun. Björn
Jónasson (1974) hefur getað ákvarðað
aldur Kambahrauns í afstöðu til ann-
arra hrauna og gosstöðva á svæðinu og
fundið það vera gamalt.
15