Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 21
GRIMSTANGI Snið tekið 20.júli' 1984 11. mynd. Jarðvegssnið í Grímstanga. Ljósu öskulögin tvö í jarðvegsfylltri sprungu í hrauninu. — The two acidic tephra layers in a soil-filled fissure in the Landbrot lava. Af þessu leiðir spurninguna, hvaðan er hraunið komið? Nú vill svo til að Landbrotshraun ásamt hraunum á Mýrdalssandi og við austanverðan Mýrdalsjökul er verulega frábrugðið Skaftáreldahrauni og hraununum á Tungnársvæðinu (Elsa Vilmundar- dóttir 1977) hvað bergfræði snertir en er nánast eins og hraunin á Kötlu-Eld- gjár svæðinu (Sveinn P. Jakobsson 1979). Þetta virðist hafa verið talið styðja þá skoðun að hraunið væri úr Eldgjá komið. Sapper (1908) bendir á að sigdalur (Graben) sé norður af norðurenda Eldgjár og í sömu stefnu og gjáin. Kom síðar í ljós að sprungu- rein þessa má rekja áfram norður og austur eftir yfir Skaftá (Guðmundur Kjartansson 1962) og að á þeirri sömu línu eru stórfelldir gosgígir og gígaröð, sem rekja má a. m. k. norður á móts við Tröllhamar. Þessa gígaröð, sem í heild er um 20 km, kortlagði Björn Jónasson (1974) fyrstur og nefndi Kambagígi. Ljóst er af þessu að sprungurein sú sem Eldgjá er hluti af, nær jökla milli og að á henni hefur eldvirkni mikil verið í aldanna rás, en ekki er ljóst hvað af því hefur verið samtímis. Athyglisvert er að Björn kveður uppúr með það að hraunið úr Kambagígum „sver sig í ætt við Eld- gjá“ og sé „jafngamalt Landbrots- hrauni. Bergfræðilegan skyldleika þessara hrauna staðfestir Sveinn Jak- obsson (1979). Ekki en enn vitað um neitt annað hraun austan Skaftár af þessari gerð. Niðri á láglendinu austan Skaftár er ekki vitað um aðra eldstöð en Hálsagígi (Jón Jónsson 1953), en hrauninu úr þeim svipar mjög til Skaft- áreldahrauns. Sama gildir um eld- stöðvarnar við Leiðólfsfell. Nú er það fullkomlega ljóst af landslaginu, að hafi verulegt hraun runnið úr Kamba- gígum þá hlaut það að renna mjög svo sömu leið og Skaftáreldahraun. Björn Jónasson (1974) hefur getað ákvarðað aldur Kambahrauns í afstöðu til ann- arra hrauna og gosstöðva á svæðinu og fundið það vera gamalt. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.