Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 44
1. mynd. Helstu eld-
stöðvakerfi íslands (auð-
kennd með punktum).
Upplýsingar frá Sveini
Jakobssyni (1979) og
Kristjáni Sæmundssyni
(1979). — The main volc-
anic systems of Iceland
(dotted). Data from
Sveinn Jakobsson (1979)
and Kristján Sœmundsson
(1979).
Gass o. fl. 1984, Pedersen 1986). Að
auki hafa jarðeðlisfræðilegar mælingar
gert kleift að finna kvikuhólf undir
eldvirkum svæðum víða um heim
(Brocher 1981, Ryan o. fl. 1981, San-
ford & Páll Einarsson 1982, Bianchi
o. fl. 1984, Orcutt o. fl. 1984, Detrick
o. fl. 1987). Ennfremur er orðið ljóst
að vonlítið er að reyna að skilja hegð-
un og virkni eldfjalla nema myndunar-
háttur og aflfræði þeirra kvikuhólfa
sem leggja þeim til kviku í gosum séu
vel þekkt.
Nokkuð hefur verið ritað um kviku-
hólf í gosbeltum íslands, en að helstu
greinunum verður vikið hér á eftir.
Meginefni greinarinnar er þó tilgátur
og reiknilíkön sem höfundur hefur ný-
lega sett fram um myndun og aflfræði
kvikuhólfa í gosbeltum íslands (Ágúst
Guðmundsson 1986a, 1986b, 1987).
FYRRI HUGMYNDIR
Walker (1974) hefur varpað fram
þeirri hugmynd að stór gabbróinnskot
hér á landi, sem mörg hver eru vafa-
lítið forn kvikuhólf, myndist þannig að
gangar og skágangar (keilugangar) hiti
grannbergið á milli sín uns það bráðn-
ar og úr verður samfelldur innskota-
massi (kvikuhólf). Sigurður Steinþórs-
son (1982) og fleiri hafa útfært þessa
hugmynd þannig að rætur ganga-
þyrpinga neðst í skorpu þróist smám
saman í kvikuhólf, sem síðan brjóti sér
leið, eða bræði sér leið (Níels Óskars-
son o. fl. 1985), upp í efri hluta
skorpu. Þessi hugmynd um myndun
kvikuhólfa er að mörgu leyti áþekk
tilgátu Haralds Sigurðssonar og
Sparks (1978b) um að megineldstöðv-
ar (og kvikuhólf) séu afleiðing af svo
kölluðum Rayleigh-Taylor óstöðug-
leika (sjá síðar) sem er vel þekktur í
vökvaaflfræði og margir hafa skýrt til-
vist kvikuhólfa með (Fedotov 1975,
Marsh 1979, Whitehead o. fl. 1984).
Hugmyndir um að ganga- eða ská-
gangaþyrping þróist í kvikuhólf við
bræðslu grannbergs virðist ekki eiga
vel við um myndun kvikuhólfa hér á
landi. Til dæmis er alls ekki ljóst að
gangar eða skágangar bræði grannberg
sitt að einhverju marki. Ef í ganginum
er lagstreymi verður hámarkshiti við
mót gangs og grannbergs ekki hærri en
38