Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 95

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 95
ROF ÍSALDARJÖKLA Trausti Einarsson (1958, 1959) kannaði landslag á Skaga, milli Skaga- fjarðar og Húnaflóa. Hann taldi rof hafa orðið í tveimur áföngum, 75% rof ofan við rofflöt í 300 m hæð yfir núver- andi sjávarmáli, sem svarar til 465 m almennrar landlækkunar, og 4—7/o rof eftir að land reis um 300 m (rofflöt- ur við núverandi sjávarmál), sem jafn- gildir 25-50 m almennri landlækkun. Skagi hefur þannig lækkað að meðal- tali úr 970 m í 765 m, eða um 205 m. Sé áætlað að rofið hafi einkum orðið á hinum 3 Ma ísaldar jafngildir þetta 1 mm landlækkun á 15 árum. George Walker (1982) gerði um- fangsmikla rannsókn á landslagi á Austfjörðum. Bergið þarna hefur myndast á bilinu frá 13 Ma til 2,5 Ma (Watkins & Walker 1977), en upphaf- legt yfirborð landsins áætlar Walker út frá zeólítabeltum að hafi verið frá 1500-700 m ofan við núverandi sjáv- armál. Þarna má greina þrjú rofstig, með roffleti í 1100 m, 850 m og 650 m hæð yfir sjó. Meðalhæð lands er nú 400 m, en 900 m hafa rofist af staflanum, sem skv. Walker (1982) svarar til 4100 km3. Sé þessu rofi jafnað niður á 10 Ma jarð- sögu Austfjarða fæst 1 mm landlækk- un á 11 árum, og 1 km3 rof á 2400 árum. Sé hins vegar reiknað með því að mestur hluti rofsins hafi orðið á sl. 3 Ma, þýðir það 1 mm landlækkun á 3 árum og 1 km3 á 1000 árum. Þessi munur á niðurstöðum Trausta og Walkers (1 mm á 15 árum og 3 árum) stafar vafalítið af því helst, að Walker tekur dalina inn af fjörðunum með í reikninginn, en Trausti einungis há- lendið á Skaga. Báðir sleppa hins veg- ar því landi sem nú er undir sjó, en hinir stærri firðir á íslandi ná sem kunnugt er út á landgrunnsbrúnina. Tölur þeirra beggja eru því lágmarks- gildi fyrir rofhraða. Að þessu er komið aftur stuttlega í næsta kafla. ÁHRIF EFNISFLUTNINGS Á FLOTJAFNVÆGI Jarðskorpan flýtur ofan á jarðmöttl- inum eins og ís á vatni. Þrátt fyrir þykkt sína er hún ekki stífari en svo, að á hverjum stað á yfirborði jarðar ríkir sem næst flotjafnvægi (sjá 6. mynd a). Flytjist efnismassi til á yfir- borði, svo sem vegna rofs eða ferg- ingar, verða lóðréttar hreyfingar í skorpunni og samsvarandi efnisflutn- ingur í jarðmöttlinum (6. mynd b og c). Látum eðlisþyngd skorpunnar vera 2,8 g/cm3 og eðlisþyngd jarðmöttulsins 3,4 g/cm3; þá veldur 1 m rof af yfir- borðinu 2,8/3,4 = 0,82 m landrisi, þannig að heildarlækkun landsins mið- að við sjávarmál yrði 18 cm. Þar sem sæbratt er má ætla að fjöllin hið næsta sjónum lyftist um helming þess sem nærliggjandi hafsbotn lyftist (Trausti Einarsson 1959). Samkvæmt könnun Walkers (1982) er núverandi meðalhæð 50 km breiðs kraga við austurströndina 400 m, en 900 m hafa rofist ofan af honum að meðaltali. Ef sjávardýpi við Austur- land er 100 m er heildarrofið af völd- um jökla og haföldu 1400 m (900+ 400+100). Landris við ströndina ætti þá að hafa verið um 1150 m, sbr. efsta rofflötinn á Austurlandi (Walker 1982). Á sama hátt mundu þeir 205 m, sem skv. mælingum Trausta Einars- sonar hafa rofist af Skaga, valda 170 m landhækkun, sem er ekki nema rúm hálf hæð að 300 m roffletinum þar. Sú niðurstaða sýnir, að rofið beggja megin við Skaga, í Skagafirði og Húnaflóa, hefur ráðið miklu um 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.