Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 71

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 71
insson (1980).Sást í Reykjavík 3. september til 19. október og á Seltjarnarnesi 6. sept- ember til 28. október. Auk þess sem að framan greinir sást fullorð- inn þernumáfur í maí 1981. Hantzsch (1905) getur fyrst um þernumáfa hér við land og segir þá sjaldgæfa far- og vetrar- gesti. Hann hefur það eftir Grímseyingum að þeir sjáist þar stundum á veturna. Dinesen (1926) kveðst hafa skotið allmarga unga máfa, þernumáfa eða rósamáfa, að vetrarlagi á Skjálf- anda. Timmermann (1949a) telur frásögn Din- esens vafasama, allavega hvað þernumáfa varð- ar, og eru þeir því ekki skráðir hér að framan. Hammer (1983) telur sig hafa séð fullorðinn þernumáf þann 15. júlí 1978. Þar sem nánari upplýsingar skortir, er ekki unnt að taka hann til greina. Eins og fram kemur að ofan hafa þernumáfar sést hér við land að sum- ar- og haustlagi, frá síðari hluta júlí til september og október. Einn fugl hefur sést í maí og annar að vori (án frekari tímasetningar). Þannig hefur engra fugla orðið vart með vissu að vetrar- lagi og bendir það til þess að þeir séu hér alls ekki vetrargestir eins og áður var talið. Þetta kemur heim og saman við það sem þekkt er annars staðar við V-Evrópu. A.m.k. fjórum sinnum hafa þernumáfar sést frá skipum, og í mesta lagi sex fuglar hafa sést frá landi. Fyrir utan haminn frá Eyjafirði (nr. 1) voru allir fuglarnir, sem greindir voru til aldurs, fullorðnir, enda sáust þeir flestir í júlí og ágúst. Um 85% þernumáfa sem sjást við Bretlands- eyjar á þeim tíma eru einnig fullorðn- ir. Á haustin sjást þar þó allt eins margir ungfuglar, en þeir eru seinna á ferð en þeir fullorðnu og verður yfir- leitt ekki vart fyrr en í september (Sharrock 1974). Því vekur það nokkra athygli að ungfuglar síðla hausts eru óþekktir hér við land. Trjámáfur (Larus philadelphia) Trjámáfar verpa um miðbik og í vestanverðri N-Ameríku. Varpstæðin eru yfirleitt í mýrum en stundum í lágum barrtrjám. Ormar og skordýr eru aðalfæða þeirra, en þeir taka einn- ig ýmis sjávardýr á vetrarstöðvum. Vetrarstöðvar trjámáfa eru við Kyrrahaf og Atlantshaf. Einnig halda trjámáfar til bæði að vetrarlagi og sumarlagi við Vötnin miklu á landa- mærum Bandaríkjanna og Kanada. Um fartímann, vor og haust, sjást þeir allt norður til Nova-Scotia. Trjámáfar sjást árlega í Evrópu, en eru Iíklega eitthvað algengari þar en tölur gefa til kynna, þar sem þeir eru fremur torgreindir frá hettumáfum. Að meðaltali sést um einn fugl árlega við Bretland og írland, en þar höfðu sést 48 fuglar til ársloka 1985 (Rogers o.fl. 1986). Verður þeirra þar vart á öllum árstímum. Annars staðar við V- Evrópu eru trjámáfar mjög sjaldgæfir. Hér á landi hafa trjámáfar sést fimm sinnum: 1. Seltjarnarnes (Búðatjörn), Gull, 30. apríl 1954 (ad). Agnar Ingóltsson & Arnþór Garðarsson (1957). 2. Hafnarfjörður (Ástjörn), Gull, 20.-24. júlí 1955 (9 ad RM3400). Arnþór Garðarsson o.fl. Fugl þessi var meðal hettumáfa í varpi. 3. Botnsdalur í Hvalfirði, Borg, 12.-13. júní 1980 (ad). Sást í hettumáfsvarpi. (6. mynd). Gunnlaugur Pétursson & Kristinn H. Skarphéðinsson (1982). Trjámáfar sáust síðan í október 1981 (ársgam- all) og í júní 1983 (fullorðinn). Fjórir af þessum fimm fuglum voru fullorðnir og sáust snemma vors (einn) eða að sumri til (þrír). Einn var rúm- lega ársgamall og sást í október. Allir voru þeir í hópi hettumáfa og tveir þeirra í vörpum. E.t.v. hafa þeir verið paraðir hettumáfum, en annar þeirra 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.