Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 49
5. mynd. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga. Helstu dyngjur og gossprungur eru sýndar,
svo og lega plötuskilanna. Aðallega byggt á kortum frá Sveini Jakobssyni o. fl. (1978),
Kristjáni Sæmundssyni (1979), og Ágústi Guðmundssyni (1986b). - Locaton ofthe main
volcanic systems (eldstöðvakerfi), shield volcanoes and volcanic fissures on the Reykjanes
Peninsula. The plate boundary is shown by white stars. Data from Sveinn Jakobsson et al.
(1978), Kristján Sœmundsson (1979), and Ágúst Guðmundsson (1986b).
sprungugosin (Sveinn Jakobsson o. fl.
1978).
í sambandi við dyngjurnar ber þó að
hafa í huga að þær eru líklega myndað-
ar í goshrinum, þ. e. gosum sem staðið
hafa með hléum í mörg ár, líkt og
Surtseyjargosið og Kröflugosið. Þessi
hlé kunna að hafa varað mánuði og
jafnvel ár, og því er sennilegt að
þrærnar hafi náð að endurhlaða sig
milli þess sem þær gusu. Enda er vand-
séð hvernig dyngjur sem eru margir
rúmkílómetrar, svo sem Heiðin Há
(Jón Jónsson 1978), gætu hafa mynd-
ast nema þrærnar næðu að endurhlað-
ast nokkrum sinnum meðan á goshrin-
unni stóð. Þetta styður enn frekar þá
niðurstöðu að öll þróin leggi til kviku í
dyngjugosi en aðeins efri hluti hennar
í dæmigerðu sprungugosi. Vafalítið
ræður þetta mestu um þann mun sem
er á samsetningu hrauna úr dyngjum
annars vegar og gossprungum hins
vegar.
MYNDUN KVIKUHÓLFA
Á plötuskilum, svo sem rekbeltum
íslands, er spennusviðið venjulega
þannig að ás minnstu þrýstispennu
(Sh) er hornréttur á plötuskilin en ás
mestu þrýstispennu er lóðréttur. Þegar
kvika skýst inn í skorpu þar sem þess
háttar spennusvið er ríkjandi myndast
gangur. Ef þetta spennusvið væri alltaf
43