Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 30
eggjunum. Þroskun eggjanna tekur einn til tvo sólarhringa við bestu skilyrði. Þegar lirfurnar skríða úr eggjunum eru þær umluktar slímhjúp og verða að brjóta sér leið út á yfirborðið, þaðan sem þær geta synt á braut (Oliver 1971). Einungis höfuð rykmýslirfanna svo og klær á fóttotum eru úr harðri húð, annars er húðin mjúk og teygjanleg. Nær allur vöxtur rykmýsins fer fram á lirfustigi en teygjanleika húðarinnar eru takmörk sett. Því skipta lirfurnar um húð með vissu millibili. Vaxtarferli lirfanna er skipt í fjögur stig, og lýkur hverju um sig með hamskiptum (Thi- enemann 1954). Lirfur á fyrsta stigi synda um í vatninu og lifa á smásæjum svifþörungum og lífrænum leifum (groti eða detritus). Þegar þær finna heppilegt búsvæði, á fyrsta eða öðru lirfustigi, taka þær upp lífshætti sem þær halda meðan þær eru í vexti. Nær allar rykmýslirfur byggja um sig rörlaga hús. Rörin eru misjöfn að gerð, en eru yfirleitt byggð úr efnis- ögnum af botninum, og líma lirfurnar þær saman með munnvatnslími. Hjá bogmýi (Orthocladiinae), sem er al- gengasti hópur rykmýstegunda hér- lendis, er byggingarlistin ekki í háveg- um höfð og hús þeirra eru úr laus- tengdum efnisögnum og óregluleg að lögun (Oiiver 1971). Nokkur fjöldi tegunda byggir ekki einu sinni um sig ólöguleg hreysi. Aðrar tegundir búa í rörum sem ná frá yfirborði leðjunnar og niður á nokkurra sentimetra dýpi í botnleðj- unni (2. mynd, B). Ránmýslirfur (Tan- ypodinae) byggja sér ekki hús. Þessar rykmýslirfur hreyfa sig kröftuglega um og grípa bráð sína með kjálkunum. Shk ferðalög eru ekki bundin við rán- mýslirfur einar, því vitað er að ryk- mýslirfur flytja sig um set þegar þær eldast. Einnig eru árstíðabundnar hreyfingar þekktar milli búsvæða. Slíkar hreyfingar eru hugsanlega tengdar breytingúm á umhverfisað- stæðum (Erlendur Jónsson 1985). MÝLIRFUR OG UMHVERFI Lífverur eru aðlagaðar mismunandi umhverfisaðstæðum og því telja sumir náttúrufræðingar að samfélag dýra á hverjum stað endurspegli umhverfis- aðstæður sem þar hafa ríkt í nokkurn tíma. Jafnvel er talið að botndýra- samfélög vatna gefi heilsteyptari mynd af ástandi sem þar hefur ríkt en efna- mælingar sem eru takmarkaðar í tíma og rúmi. Víða hefur fundist mjög náin samsvörun milli tegunda rykmýs á vatnsbotninum og næringarstigs vatn- anna (Saether 1979). Flokkun vatna á grundvelli botndýrasamfélaga byggir á þekkingu á aðstæðum sem dýrin lifa við, ásamt beinum athugunum á þoli tegunda við mismunandi umhverfisað- stæður. Má þar nefna breytilegt hita- svið, súrefnisþurrð vatns í lengri eða skemmri tíma, mismunandi sýrustig, efnasamsetningu og botngerð. Þær rykmýslirfur sem þola lágan súrefnisstyrk í vatni tilheyra undirætt- unum þeymýi (Chironominae) og rán- mýi (Tanypodinae) (Oliver 1971). Lirfur sem best þola súrefnisþurrð eru allar með blóðrauða (hemóglóbín) í líkamsvefjum sínum. Blóðrauðinn bindur súrefnið í líkama lirfanna, og svo lengi sem súrefni fyrirfinnst í vatn- inu umhverfis þær þá leitar það inn um húð þeirra. Við súrefnisþurrð í vatninu hægja lirfurnar á allri líkamsstarfsemi. Við þessa hægu líkamsstarfsemi verður þó uppsöfnun á niðurbrotsefnum í líkama lirfanna. Niðurbrotsefnin sem haldast 24 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.