Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 30
eggjunum.
Þroskun eggjanna tekur einn til tvo
sólarhringa við bestu skilyrði. Þegar
lirfurnar skríða úr eggjunum eru þær
umluktar slímhjúp og verða að brjóta
sér leið út á yfirborðið, þaðan sem þær
geta synt á braut (Oliver 1971).
Einungis höfuð rykmýslirfanna svo
og klær á fóttotum eru úr harðri húð,
annars er húðin mjúk og teygjanleg.
Nær allur vöxtur rykmýsins fer fram á
lirfustigi en teygjanleika húðarinnar
eru takmörk sett. Því skipta lirfurnar
um húð með vissu millibili. Vaxtarferli
lirfanna er skipt í fjögur stig, og lýkur
hverju um sig með hamskiptum (Thi-
enemann 1954). Lirfur á fyrsta stigi
synda um í vatninu og lifa á smásæjum
svifþörungum og lífrænum leifum
(groti eða detritus). Þegar þær finna
heppilegt búsvæði, á fyrsta eða öðru
lirfustigi, taka þær upp lífshætti sem
þær halda meðan þær eru í vexti.
Nær allar rykmýslirfur byggja um sig
rörlaga hús. Rörin eru misjöfn að
gerð, en eru yfirleitt byggð úr efnis-
ögnum af botninum, og líma lirfurnar
þær saman með munnvatnslími. Hjá
bogmýi (Orthocladiinae), sem er al-
gengasti hópur rykmýstegunda hér-
lendis, er byggingarlistin ekki í háveg-
um höfð og hús þeirra eru úr laus-
tengdum efnisögnum og óregluleg að
lögun (Oiiver 1971). Nokkur fjöldi
tegunda byggir ekki einu sinni um sig
ólöguleg hreysi.
Aðrar tegundir búa í rörum sem ná
frá yfirborði leðjunnar og niður á
nokkurra sentimetra dýpi í botnleðj-
unni (2. mynd, B). Ránmýslirfur (Tan-
ypodinae) byggja sér ekki hús. Þessar
rykmýslirfur hreyfa sig kröftuglega um
og grípa bráð sína með kjálkunum.
Shk ferðalög eru ekki bundin við rán-
mýslirfur einar, því vitað er að ryk-
mýslirfur flytja sig um set þegar þær
eldast. Einnig eru árstíðabundnar
hreyfingar þekktar milli búsvæða.
Slíkar hreyfingar eru hugsanlega
tengdar breytingúm á umhverfisað-
stæðum (Erlendur Jónsson 1985).
MÝLIRFUR OG UMHVERFI
Lífverur eru aðlagaðar mismunandi
umhverfisaðstæðum og því telja sumir
náttúrufræðingar að samfélag dýra á
hverjum stað endurspegli umhverfis-
aðstæður sem þar hafa ríkt í nokkurn
tíma. Jafnvel er talið að botndýra-
samfélög vatna gefi heilsteyptari mynd
af ástandi sem þar hefur ríkt en efna-
mælingar sem eru takmarkaðar í tíma
og rúmi. Víða hefur fundist mjög náin
samsvörun milli tegunda rykmýs á
vatnsbotninum og næringarstigs vatn-
anna (Saether 1979). Flokkun vatna á
grundvelli botndýrasamfélaga byggir á
þekkingu á aðstæðum sem dýrin lifa
við, ásamt beinum athugunum á þoli
tegunda við mismunandi umhverfisað-
stæður. Má þar nefna breytilegt hita-
svið, súrefnisþurrð vatns í lengri eða
skemmri tíma, mismunandi sýrustig,
efnasamsetningu og botngerð.
Þær rykmýslirfur sem þola lágan
súrefnisstyrk í vatni tilheyra undirætt-
unum þeymýi (Chironominae) og rán-
mýi (Tanypodinae) (Oliver 1971).
Lirfur sem best þola súrefnisþurrð eru
allar með blóðrauða (hemóglóbín) í
líkamsvefjum sínum. Blóðrauðinn
bindur súrefnið í líkama lirfanna, og
svo lengi sem súrefni fyrirfinnst í vatn-
inu umhverfis þær þá leitar það inn um
húð þeirra.
Við súrefnisþurrð í vatninu hægja
lirfurnar á allri líkamsstarfsemi. Við
þessa hægu líkamsstarfsemi verður þó
uppsöfnun á niðurbrotsefnum í líkama
lirfanna. Niðurbrotsefnin sem haldast
24
j