Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 20
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN urhlíðinni en eru skilin £rá þeirri eystri. Heitir svæðið Urðir og dregur nafn sitt af ungu hraununum, sem brotna víða- upp í stór björg. Dalbotninn er hér nokkru hærri en norðar, eða um 380 m. Sunnan við þennan part kemur Laxárdalurinn og skerst niður í 100 m hæð yfir sjó. Augljóst er að sléttu partarnir mynda eina heild, eru hlutar forns dals, er lá í aðaldráttum frá suðri til norðurs, hafði flatan botn, er lá í 380 m til 300 m hæð frá Urðum og norður á móts við Skagastrandarfjöll. Til suðurs er dalurinn opinn og þar blasir Laxárdalur við sem framhald hans. Hann er talsvert niðurgrafinn norðan til, en sunn- ar er botninn flatur, um 1 km á breidd, og liækkar mjög hægt upp í 280 m. Virðist hann allur hafa dýpkað nokkur frá því hann hafði framhald sitt um Urðir. Með því vil ég ekki segja, að hann hafi haft afrennsli norður um Urðir og verður síðar vikið að því. Syðst í Laxárdal eru enn leifar nýju hraunanna, í 300 m hæð vest- ur af Þverárdal. Næst er að athuga, að þrjú djúp skörð með nærri láréttum botni ganga frá Laxárdal vestur til Langadals. Geitaskarð er 370 m þar sem það nær hæst, Strjúgsskarð er hæst 350 m. Rennur í báðar átt- ir frá miðjum skörðunum, lítið vatn, enda ekki grafin teljandi gil í hinni bröttu hlíð niður til Langadals og skörðunum sjálfum hef- ur þetta vatn ekki breytt í mjög langan tíma. En syðsta skarðið, Auðólfsstaðaskarð, er nokkru dýpra, um 200 m hátt, og stendur það bersýnilega í sambandi við það, að vatn rennur austan yfir Laxárdal og sunnan úr dalnum vestur um þetta skarð. Skarðið hefur á sínum tíma „rænt“ vatni, sem fyrr átti aðra eðlilegri leið. Eitt skarð, Litla Vatnsskarð með 340 m hæð, liggur austur úr Laxárdal. Þessi skörð hafa þannig fyrr meir verið graf- in niður í svipaða hæð og hinn breiði norður-dalur, sem hraunin runnu eftir. Vestan við fjallaklasann, sem nú var farið eftir, taka við náskyld- ar myndanir og form. Norðan við mynni Norðurárdals er stallur vestan undir Dunufjalli, Höskuldsstaðanúpur, sem er 300—337 m hár. Hann er gerður úr gömlu basalti upp í 300 m hæð, en á slétt yfirborð þess leggst ungleg ármöl, sem aftur er þakin lagi úr hin- um ungu hraunum, rétt segulmögnuðu fersku stuðlabergi. Hér er þá, vestan fjallanna. 300 m hár stallur, sem hraunin runnu um til

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.