Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 40
30
NÁT'l'Ú RU FRÆDINGURI N N
lega „mjúkar“ döðlur. Döðlukjarnar eru notaðir til fóðurs handa
úlföldum og einnig eru þeir brenndir í kaffibæti. Til er ógrynni
döðluafbrigða í vinjunum, en til útflutnings eru notuð 20—30
afbrigði.
Bæði í Egyptalandi og Suðvestur-Asíu hafa döðlupálmar verið
ræktaðir í fjögur til fimm þúsund ár. Forn-Egyptar töldu döðlu-
pálmann ímynd frjóseminnar, Karthago-menn greyptu mynd hans
á peninga sína, Gyðingar notuðu blöðin við hátíðahöld (pálma-
greinar), með Grikkjum og Rómverjum var pálminn sigurtákn og
kristin kirkja notar pálmablöð bæði sem friðar- og píslarvættis-
tákn. — Sterkt vín er framleitt úr gerjuðum döðlum, sætur vökvi
er unninn úr stofninum og gert úr döðluvín. Döðlupálmatimbur
þykir góður, harður smíðaviður. Blaðstilktrefjarnar eru notaðar í
kaðla. Enn fleiri not eru af pálma þssum. Döðlupálminn þrífst
bezt í þurru, heitu loftslagi, en ræturnar þurfa þó mikinn raka. í
rökti loftslagi sækja sveppir á hann. Döðlupálmi getur vaxið í
Grikklandi og á Ítalíu, en ber þar sjaldan ávöxt. Márar fluttu hann
til Suðui'-Spánar og þar ber hann aldin. Mest döðlurækt er í írak,
Egyptalandi, Persíu, Arabíu, í Norður-Afríkulöndunum — og í
seinni tíð í Kaliforníu.
Sagópálmarnir (Metroxylon). Þeir vaxa viltir á Sundaeyj-
um og Mólúkkaeyjum og eru einnig ræktaðir mikið á þeim slóðum,
t. d. á Súmatra, Borneó og Java. Tegundin M. Rumþhii verður
8—12 m á hæð og ber 4—6 m löng fjaðrablöð, allmjög sett þyrnum.
Sagópálminn ber blóm og aldin 20—30 ára gamall og deyr síðan, en
nýir sprotar vaxa upp af rótunum. Mergur sagópálmanna er mjög
auðugur af mjölvi fyrir blómgunina. Menn fella pálmann áður en
hann blómgast, skera síðan stofninn í metralanga búta, afbirkja
þá og hirða merginn. Fást 300—400 kg af merg úr vænum stofni
Ur hreinsuðum mergnum fæst sagómjölvi eða „Sagó-Arrowrót“
sem sagógrjónin eru unnin úr. En sagógrjón eru einnig unnin úr
kartöflum, kassavamjöli, merg sykurpálmans o. fl. plöntum.
Pálmasykur er unninn úr ýmsum pálmum, einkum sykur-
pálma (Arenga saccharifera), palmyrpálma (Borassus), vín-
pálma (Raphia vinifera) o. fl., frá ýmsum hitabeltislöndum. Syk-
urinn er unninn úr kvenblómaskipun sykurpálmans. Er blómskip-
unin skorin af, en sykursafinn, sem ætlaður var blómunum til nær-
ingar, vætlar úr sárinu, oft 3—4 1 á dag mánuðum saman, og er