Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 41
PÁLMAR 31 látinn renna í bambusrör. Á sumum pálmum er sykursafinn tek- inn úr stoíninum. Mörg önnur not eru af sykurpálmunum. í gömlu indversku kvæði er t. d. palmyrpálminn vegsamaður og sagt að hann megi hagnýta á 801 liátt! Garðyrkjumenn o. fl. nota mikið basttrefjar pálmategundarinnar Raphia ruffia frá Madagaskar. Sá pálmi ber 10—15 m löng blöð. Spanskreyr eru grannir og sveigjanlegir stönglar sérstakra flækjupálmaj' Calamus), sem einkum vaxa við Indlandshaf. Þess- ir pálmar mynda flækjur, svo víða er ófært um skógana, nema In'jggva sér braut. Hin löngu fjaðurblöð þeirra enda með jDyrnótt- um þráðum. sem þeir klifra með, jafnvel hátt upp í tré. Afbirktur spanskreyr er notaður til körfugerðar og í körfuhúsgögn ýms og fleiri fléttaða gripi. Erlendis var spanskreyrinn notaður til fleng- inga (Rotting), bæði í Iier og í skólum. Evrópa er næsta snauð að villipálmum. í Norður-Afríku vex dvergpálminn (Chamaerops humilis) og hann hefur komizt yfir Miðjarðarhafið, er t. d. ,,illgresi“ á ökrum Suður-Spánar. Dvergpálminn er lágvaxinn og ber handklofin „blævængsblöð1'. Sést hér í stofum. Ur blaðtrefjum hans er unnið hrökkhár (kröl- hár), sem helzt likist hrosshári, og er notað til fyllingar í dýnur og húsgögn. Oft kallað „Afrik“, enda kemur mest af því frá Norður- Afríku. Piassava eru blaðslíðurtrefjar ýmissa fjaðurpálmategunda, mjög mikið notaðar í sópa og bursta. Bezt Jrykir para-piassava, sem fæst af Leopoldinia piassaba-pAhoa frá Norður-Brazilíu og Venezuela. Trefjarnar eru meir en metri á lengd, brúnar og sveigjanleg- ar. Úr fíngerðari trefjunum eru gerðir hattar, mottur, körfur og kaðlar. Piassava fæst einnig úr pálmategundum frá Afríku, Mada- gaskar (fíngert) og Austur-Indlandi, t. d. kittul eða Síamstrefjar, sem þykja ágætar í fíngerða bursta. Hér hafa verið nefndir nokkrir frægir nytjapálmar. Eru afurðir þeirra kunnar á heimsmarkaðinum. En auk þeirra vex fjöldi ann- arra gagnsamlegra pálma í hitabeltinu og heittempruðum löndum. Má segja að pálmarnir séu þar mörgum manninum matur og drykkur, klæði, hús og heimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.