Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 29
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI 19 lengra tij baka með upphaf eldri dala en 5—6 milljónir ára. Sé yngra skeiðið talið 3—500 þúsund ár gætu fengizt aldurshlutföll- in 1120 tii t/io og þessu ber eins vei heim og saman við eyðingar- hlutföllin á Skagafjallgarðinum og hægt er að gera sér vonir um. Urn eldri dalina í Skagafjallgarði var það áður ljóst, að upphaf þeirra lrlyti að liggja allmargar áramilljónir fyrir ísöld og kemur það vel heim við samanburðinn við Tjörnes, en aldur yngri dal- anna er ekki auðvelt að áætla beint á Skagasvæðinu og því var hér gripið til þess að miða hana við Tjörnesið. Þess má hér geta að ein- ungis á einum stað á rannsóknarsvæðinu hef ég rekist á gróðurleif- ar með ungu hraununum og það óverulegan vott, þ. e. í sandsteini næst undir hrauninu á Sólheimahálsi. Sú verður heildaráiyktun mín af þessum rannsóknum, að eldri dalirnir hafi byrjað að mótast á pliosen, líklega síðari hluta þess, að hraunin hafi runnið síðast á pliosen og lyfting um 300 m hafi orðið nærri mótum pliosen og kvarters, líklega aðeins fyrir þau. Þessar niðurstöður eiga fyrst og fremst við um Skagafjallgarð- inn, en einnig svæðin austur að Bárðardal. Allt þetta fjalllendi er til orðið við landris í tveimur lotum, annarri í mið- eða seinni hluta pliosen, hinni við lok pliosens. Sömu skeiðin og tilsvarandi dalaflokka er að finna miklu víðar á landinu eins og eðlilegt er og verður það rakið hér lítillega. Við höldum fyrst vestur eftir Húnavatnssýslu og um Borgarfjörð suður til Hvalfjarðarsvæðisins. Vatnsdalur er tiltölulega þröng renna grafin á yngra dalaskeiði niður í eldri, 6 km breiðan dal milli Vatnsdalsfjalls og Víðidalsfjalls. Mestur hluti eldri dalbotns- ins stendur enn að vestanverðu með 200—300 m hæð. Syðst koma ung hraun fram á brúnir sunnan frá í 400 m hæð við Vatnsdalsá og Bríkarkvísl. Eftir afstöðu hér mætti ef til vill ætla, að hinn breiði, gamli dalur sé yngri en hraunin og þau gætu þá verið sam- bærileg að aldri við ungu hraunin í brúnum Fnjóskadals. Þetta er þó óljóst, en yfirleitt verður erfitt að dæma nokkuð um aldur þessara hrauna þegar kemur inn til sléttlendis að baki dölunum. Hraunlagið, sem þekur gróðurleifarnar í Bakkabrúnum virðist örugglega vera eldra en yngra dalaskeiðið og ætti að teljast plio- sent en ekki kvartert, eins og gert hefur verið fram til þessa, og frá sjónarmiði landslags og aðstæðna á staðnum (eyðing misgeng- is) getur aldurinn verið allhár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.