Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 26
16
NÁTTÚ RUFRÆÐ I N GURINN
3. mynd. Skipting Skagafjallgarðs í belti, sem
meðalhæðir eru fundnar í.
Division of the area into zones (I—IV) the ave-
rage heights of which are: 544, 528, 391, and
352 m.
norðurs, en þó virðist óeðlilegt stökk milli 2. og 3. beltis. Punkta-
línan á 4. mynd gefur eðlilegri breytingu og eftir því virðast norð-
urbeltin tvö liggja 100 m of lágt miðað við suðurbeltin tvö. Þetta
íengi eðlilega skýringu, ef upphafleg hæð norðurbeltanna hefði
verið um 100 m lægri en þeirra syðri. Áætlun á legu upphafsyfir-
borðs þess, sem dalirnir tóku að grafast í, er auðvitað nokkuð óviss.
Þó gefa sléttir partar á hæstu fjöllum bendingu um þetta. Sam-
kvæmt því fæ ég núverandi meðalhæð á upphafsyfirborði 970 m
fyrir suðurbeltin og 870 m fyrir norðurbeltin og er hæðarmunur-
inn í góðu samræmi við ofansagt. Þetta samræmi gefur sterkar lík-
ur fyrir því, að ein af meginbrotlínum svæðisins hafi legið aust-
ur—vestur nærri mótum 2. og 3. beltis og að ytri spildan hafi staðið
nokkru lægra en hin eftir röskunina. En jafnvel án nokkuiæar
vitneskju um upphafsyfirborðið virðast meðalhæðir núverandi lands-
lags, miðað við svæði af viðeigandi stærð, geta gefið bendingu um
veruleg eldri misgengi, því að ástæða er til að ætla, eins og hér
virðist hafa komið í ljós, að meðal niðurgröftur breytist jafnt en
ekki í stökkum frá einu svæði til annars. Hér gæti því verið um
að ræða aðferð til að kanna eldri misgengi eða leiða þau í ljós, ef
með varúð er á haldið.
Miðað við áðurgreind upphafsyfirborð svarar niðurgröftur á
eldra dalaskeiðinu þá til 435 m meðallækkunar lands á suðurbelt-