Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 7
Náttúrufr. ■ 28. árgangur - 1. hefti - 1.—56. siða - lleykjavik, april 1958
Trausti Einarsson:
Landslag á Skagafjallgarði, myndun þess og aldur
Skagafjallgarð nefni ég hér einu nafni fjalllendið milli Skaga-
fjarðar og Austur-Húnavatnssýslu, norðan Stóra Vatnsskarðs. Að
austan eru mörk fjalllendisins sjálfgefin, en að vestan liggja mörk
þess svæðis, sem hér verður einkum fjallað um, vestan með Sól-
heimahálsi og Stóradalshálsi. Suðurmörkin verða teygð nokkuð suð-
ur fyrir Stóra Vatnsskarð.
Fjallaklasi þessi nær mest rúmlega 1000 m hæð, kringum Trölla-
kirkju, en er víðast nokkru lægri. Hann er mjög sundurskorinn af
dölum og djúpum fjallaskörðum og við fyrstu sýn er landslagið
ruglingslegt. Við nánari skoðun sjást þó ýmsar reglur, sem benda
greinilega til brotlínukerfis að baki landsformunum. Þá má að-
greina tvo dalaflokka, aðra gamla og tiltölulega breiða, hina unga,
þrönga og djúpa, grafna niður úr botni hinna eldri. Eftir sumum
gömlu dalanna runnu hraun endur fyrir löngu áður en yngri dal-
irnir tóku að myndast. Þetta og fleira gerir manni kleift að rekja
myndunarsögu landslagsins og raunar tel ég, að á þessu svæði séu
óvenjugóð skilyrði til slíks, meðal annars vegna hraunanna. Hraun-
in verða og, eftir nýrri aðferð, notuð til þess að tímasetja visst
skeið í myndunarsögunni.
Um myndun dala almennt og mótun landslags verður hér aðeins
stiklað á stóru, málinu til skýringar. Dalir verða til, sem kunnugt
er, fyrir áhrif rennandi vatns og veðrunar eða af svörfun jökla, en
oft geta meiriháttar sprungur eða sprungubelti í jarðskorpunni
haft verulega þýðingu fyrir dalamyndun, einkum með því að stýra
vatnsrennsli í upphafi mótunarinnar.
Vatnsmyndaðir dalir hafa gjarna V-laga þverskurð framan af
myndunarskeiðinu, en með því að yfirborðsvatn ekki getur grafið
niður fyrir sjávarmál, eru dýpinu takmörk sett og vinna vatnsins
fer þá í breikkun dalsins, þannig að eldri dalir verða breiðir og