Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 42
Sigurður Pétursson: Blágrænþörungar Það kemur stöðugt betur í ljós, að hinir mismunandi flokkar þörunga munu hafa þróast hver út af fyrir sig, og skyldleiki þeirra innbyrðis er minni en ætlað hefur verið. Þörungaflokkarnir eiga fátt sameiginlegt nema nafnið, en eru aftur á móti um margt svo ólíkir, að til mála hefur komið að líta á þá hvern fyrir sig, sem plöntufylkingu, á borð við mosana, byrkningana og fræplönturn- ar. Væri þelingaíylkingin þar með látin niður falla, en til hennar teljast nú bæði þörungar, sveppir og gerlar. Þörungaflokkarnir hafa ekki þróast einn af öðrum, heldur mun hver þeirra hafa verið sér um forfeður. Þróunin innan hvers flokks hefur síðan orðið hliðstæð í ýmsum atriðum. Má líta á þessa flokka sem tilraunaspor á þróunarbrautum, er allar hafa reynzt ófærar nema ein. Einasti þörungaflokkurinn, sem reyndist þess megnugur að taka framförum og verða upphaf æðri plöntufylkinga, voru grænþörungarnir, en þeir eru venjulega taldir forfeður hinna æðri plantna. Sá flokkur þörunga, sem stytzt hefur komizt á þróunarbrautinni, eru blágrænþörungarnir (Cyanopliycea), en þeir eru ásamt gerl- unum frumstæðastir allra jurta. Frumstaða blágrænþörunganna lýsir sér einkum í því, að þeir hafa ekki grænukorn, sem aðrar græn- ar jurtir, heldur er blaðgrænan, ásamt öðrum litarefnum, dreifð um mikinn hluta frymisins. Um hinn hluta frymisins, sem innar liggur, eru svo dreifð þau efni, sem í öðrum jurtafrumum er að finna í kjarnanum. Blágrænþörungarnir hafa þannig engan kjarna í venjulegum skilningi. Þeir hafa lieldur engin bifgró eða aðrar frumur með bifþráðum, sem aðrir þörungar, og þeir hafa enga kynæxlun. Þeim svipar því um margt til gerlanna, einkum þeirra, sem ekki hafa bifþræði,. Er þessum tveimur flokkum því oft skipað í eina fylkingu, Schizophyta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.