Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 19
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI 9 úr tiltölulega ungum hraunum; þau eru miklu yngri en basaltið í fjöllunum sunnar. Helgi Pjeturss rannsakaði þetta svæði laust eft- ir aldamótin og áleit hraunin hafa runnið á jökultímanum. ICetu- björg taldi liann eldstöðvar, sem eitthvað af hraununum væri kom- ið frá. Öll þessi hraun sýna, svo langt sem rannsóknir ná, öfuga segulstefnu og ættu því að vera frá byrjun jökultímans eða frá enn eldra skeiði þegar slík segulstefna ríkti. En þessi hraun ná rniklu rneiri útbreiðslu hér um slóðir en lengi var vitað og er sú vitneskja fyrst og fremst að þakka ötulu starfi Jakobs Líndals. Má í þessu sanrbandi fyrst nefna Bakkakotsbrúnir í Víðidal, en síðar rakti Jakob hraunin frá Skagafjarðardölum vest- ur um heiðar Húnavatnssýslu og Jraðan út til strandar, þar sem á sumum stöðum mátti finna leifar þeirra. Ég hafði einnig rekist á þessi hraun, með öfugri segulstefnu, í brúnum Skagafjarðardala, en s. 1. vetur fékk ég í hendur dagbækur Jakobs og sá hversu víða hann hafði fundið hraunin. S. I. sumar kannaði ég flesta staði þar sem Jakob segir vera ung hraun og rakti útbreiðslu þeirra nokkru lrekar auk þess sem ég mældi segulstefnuna. Þess má geta, að um aðgreiningu lnaunanna frá eldra bergi er enginn skoðanamunur milli okkar Jakobs. Ég rek útbreiðslu hraunanna að svo miklu leyti, sem það hefur þýðingu hér. Norðurhluti Skagans er, eins og fyrr segir, allur gerður úr hin- um ungu hraunum, frá Krók og Ásurn að vestan og um það bil að Gauksstöðum að austan og nær mestri hæð í Ketubruna, 263 m. Hraunsvæðið teygir sig hækkandi til suðurs milli Skagastrandar- fjalla og Bjarnarfells og alveg suður á brúnir við Hallárdal, í 300 m hæð. Þarna þekja hraunin 3 km breitt sund milli Ranafells og Hrossafells og er það hluti af fornum dal, er lá frá suðri til norðurs. Hallárdalurinn skerst inn frá vestri og um 200 m niður úr þessum forna flata dalbotni og er Iiann augsýnilega grafinn eftir að hraunin runnu. Sunnan Hallárdals kemur framhald hins flata dalbotns, hæðin þar 280 m til 330 m. Það er 2 km breitt sund milli Hamrahlíðar og Pokafells, og þar eru með vesturbrúninni leifar hraunanna, með öfugri segulstefnu. Sunnan sundsins skerst Norðurárdalurinn inn frá vestri, um 140 m niður í hinn forna dal, og greinir þennan hluta frá enn einum parti, sem er sund milli Tunguhnjúks og Sauðahnjúks og þar situr enn ein leifin af nngu, öfugt segulmögnuðu hraununum. Þau leggjast upp að vest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.