Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 38
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Með aldrinum fækkar samt „gestagróðri" stofnanna og stundum hreinsa menn þá. Pálminn ber urmul karl- og kvenblóma eins og kókospálminn. Á pálmaekrum fræva menn stundum blómin, þ. e. safna þurru frjódufti og blása því á kvenblómin á réttum tíma, en hann finnst á sérkennilegri lykt, sem leggur af þroskuðum kven- bfómum. Aldinin líkjast plómum og eru oftast dökkleit eða appel- sínurauð. Geta verið 800—4000 aldin í einni blómskipan, sem þá vegur alls 10—70 kg. Heimkynni olíupálmans er vesturströnd Afríku, milli Sengal og Angola. Vaxa t. d. stórir olíupálmaskógar í Nígeríu og Kongo. Nú er farið að rækta pálmann víða, t. d. á Bomeó, Súmatra og í Austur-Afríku og Brazilíu. Olía er unnin úr aldinkjötinu, en bezta olían úr fræjunum (pálmakjörnunum). Olían er mikið notuð víða um heim í smjörlíki, sápu o. fl. Svert ingjarnir nota olíuna geysimikið sem matarolíu, brennsluolíu og fegurðarsmyrsl. Pálmavín gera þeir úr safa stofnsins og ungra bióm- skipana. Fella þeir oft trén til að ná í safann í toppenda bolsins og eyðileggja þannig mjög pálmaskógana. Pálmaviðurinn er not- aður til smíða, tref jarnar til vefnaðar o. s. frv. Döðlupálminn (Phoenix dactylifera) er þriðja heimsfræga pálmategundin. Hefur verið ræktaður í þúsundir ára og er víða getið í fornum ritum. Líklega er frumheimkynni hans eyðimerkur- vinjar í Afríku og Asíu, þar sem hann hefur frá ómunatíð verið „lífstré“ vinjafólksins. Aldin, blöð og stofn döðlupálmans hafa jafn- an verið notuð á margvíslegasta hátt. Pálmakrónurnar veita nauð- synlegan skugga fyrir brennandi sólinni, svo menn geti haldizt við og garðjurtir þrifist í skugganum. Rætur pálmanna eru djúpgeng- ar og ná í uppsprettuvatn vinjanna. Arabar segja um döðlupálm- ann: „Konungur eyðimerkurinnar stendur með fæturna í vatni, en höfuðið í sólarglóð“. Döðlupálminn verður um 20 m á hæð. Stofninn er þéttsettur blaðslíðraleifum og ber stóra krónu fjaðurskiptra blaða. Döðlu- pálminn getur borið blóm og aldin frá 6—100 ára aldurs. Pálminn er sérbýlistré. Á pálmaekrunum nægir að gróðursetja 1 karltré móti hverjum 20—40 kventrjám. Á kventrjánum þroskast döðlurnar svo hundruðum skiptir í stórum, hangandi klösum. Eru döðlurnar gulbrún eða rauðbrún ber með einu fræi. Mjög næringarríkar, sérstaklega auðugar af kolvetnasamböndum (sykur o. fl.). Lifa heil- ir þjóðflokkar aðallega á þurrum döðlum. Til Evrópu flytjast aðal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.