Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 38
28
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Með aldrinum fækkar samt „gestagróðri" stofnanna og stundum
hreinsa menn þá. Pálminn ber urmul karl- og kvenblóma eins og
kókospálminn. Á pálmaekrum fræva menn stundum blómin, þ. e.
safna þurru frjódufti og blása því á kvenblómin á réttum tíma,
en hann finnst á sérkennilegri lykt, sem leggur af þroskuðum kven-
bfómum. Aldinin líkjast plómum og eru oftast dökkleit eða appel-
sínurauð. Geta verið 800—4000 aldin í einni blómskipan, sem
þá vegur alls 10—70 kg. Heimkynni olíupálmans er vesturströnd
Afríku, milli Sengal og Angola. Vaxa t. d. stórir olíupálmaskógar
í Nígeríu og Kongo. Nú er farið að rækta pálmann víða, t. d. á
Bomeó, Súmatra og í Austur-Afríku og Brazilíu. Olía er unnin
úr aldinkjötinu, en bezta olían úr fræjunum (pálmakjörnunum).
Olían er mikið notuð víða um heim í smjörlíki, sápu o. fl. Svert
ingjarnir nota olíuna geysimikið sem matarolíu, brennsluolíu og
fegurðarsmyrsl. Pálmavín gera þeir úr safa stofnsins og ungra bióm-
skipana. Fella þeir oft trén til að ná í safann í toppenda bolsins
og eyðileggja þannig mjög pálmaskógana. Pálmaviðurinn er not-
aður til smíða, tref jarnar til vefnaðar o. s. frv.
Döðlupálminn (Phoenix dactylifera) er þriðja heimsfræga
pálmategundin. Hefur verið ræktaður í þúsundir ára og er víða
getið í fornum ritum. Líklega er frumheimkynni hans eyðimerkur-
vinjar í Afríku og Asíu, þar sem hann hefur frá ómunatíð verið
„lífstré“ vinjafólksins. Aldin, blöð og stofn döðlupálmans hafa jafn-
an verið notuð á margvíslegasta hátt. Pálmakrónurnar veita nauð-
synlegan skugga fyrir brennandi sólinni, svo menn geti haldizt við
og garðjurtir þrifist í skugganum. Rætur pálmanna eru djúpgeng-
ar og ná í uppsprettuvatn vinjanna. Arabar segja um döðlupálm-
ann: „Konungur eyðimerkurinnar stendur með fæturna í vatni, en
höfuðið í sólarglóð“.
Döðlupálminn verður um 20 m á hæð. Stofninn er þéttsettur
blaðslíðraleifum og ber stóra krónu fjaðurskiptra blaða. Döðlu-
pálminn getur borið blóm og aldin frá 6—100 ára aldurs. Pálminn
er sérbýlistré. Á pálmaekrunum nægir að gróðursetja 1 karltré móti
hverjum 20—40 kventrjám. Á kventrjánum þroskast döðlurnar svo
hundruðum skiptir í stórum, hangandi klösum. Eru döðlurnar
gulbrún eða rauðbrún ber með einu fræi. Mjög næringarríkar,
sérstaklega auðugar af kolvetnasamböndum (sykur o. fl.). Lifa heil-
ir þjóðflokkar aðallega á þurrum döðlum. Til Evrópu flytjast aðal-