Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 27
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI 17 4. mynd. Meðalhæðir beltanna, sem mörkuð eru á 3. mynd. Fallandi hæðir til norðurs. Heights of the zones shown in fig. 3, decreasing towards north. The drop between zones II and III probably indicates a dis- placement. unum og 495 m á norðurbeltunum. Meðaltal fyrir öll beltin er 465 m lækkun frá yfirborði, sem nú er í 920 m hæð. Sé nú miðað við aðstæður áður en landið reis um 300 m, þá var meðal upphafshæð 920 — 300 = 620 m; lækkunin 465 m vegna eyð- ingar svarar þá til 75% af upphafsrúmmáli ofan sjávarborðs. Nið- urrifi landsins var sem sé lokið að y4 hlutum. Meðalhæðin eftir þetta niðurrif var 620 — 465 = 155 m, en meðalhæð landsins yfir allt eldra niðurrifsskeiðið væri (620-|- 155)/2 = 388 m. Meðalhæð eftir lyftinguna væri 155-)-300 = 455 m, eða óverulega hærri. Hvað landshæð snertir mætti því telja eyðingarhraða á yngra skeiðinu sambærilegan við meðaleyðingarhraða á eldra skeiðinu. Hver heildareyðing hefur orðið á yngra skeiðinu er engan veg- inn auðvelt að áætla. Rúmtak yngri dala, eins og Hallárdals og Norðurárdals, má mæla eftir kortinu, en sé því rúmtaki jafnað yfir allt flatarmál beltanna 1—4 verður lækkunin mjög óveruleg. Megin- efnistapið er líklega fólgið í heildarlagi, raunar mjög misþykku, sem étist hefur af svæðinu. Ég gizka á að 50 m megi telja algert hámark á meðalþykkt þess, og þá mætti áætla lengd eldra dala- skeiðsins minnst 10 sinnum meiri en lengd þess yngra, sbr. reikn- ingslega athugun framar í greininni. Onnur leið til að bera saman eyðingu á eldra og yngra skeiði væri að taka dal, eða hluta af dal, þar sem vatnsrán hefur ekki haft áhrif á aðrennslissvæðið og bera saman eldri dalinn við yngri eyðingu. Einna heppilegastur til þessa sýnist mér vera Víðidalur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.