Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 28
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ég reikna hinn gamla dal frá vatnaskilum að austan og vestan og botninn í Mjóadalsskarði. Meðalhæðin reynist mér 570 m (og er þá unga rennan hugsuð fyllt upp) og upphaflega meðalhæð tel ég 970 m. Lækkun svæðisins er þá 400 m. Rennan er yzt 900 m breið og um 110 m djúp, en dallengdin um 12 km. Rúmtak rennunnar telst mér til að svari til 5 m lækkunar á öllu dalsvæðinu. Miðpart- ur rennunnar með um 50 m dýpi er svo greinileg nýntyndun að alveg fráleitt er að heildarsvæðið hafi getað lækkað um 50 m. Það virðist vel í lagt að reikna með 10 m allsherjarlagi sem evðst liefði til viðbótar við rennuna.. Botnamvndun nær yfir minna en 10. hluta alls svæðisins og svari hún til 100 m staðbundinnar lækk- unar verða það undir 10 m til jalnaðar á allt svæðið. Heildar- lækkun svæðisins á yngra skeiði um 20—25 m virðist ekki of lág áætlun, og verður hún þá um 20. hluti af eyðingu á eldra skeið- inu. Hygg ég að þetta hlutfall sé nær því rétta en hlutfallið 1:10. Eftir að þessar hugmyndir hafa fengizt um hlutfallseyðinguna og hlutfallstíma á eldra og yngra dalaskeiði væri æskilegt að kom- ast nú nær aldri hvors skeiðs. Til þess verður að l'ara út fyrir svæð- ið og gera samanburð við Tjörnes. í annarri ritgerð, sem er í smíðum, leitast ég við að sýna, að 300 m landhækkunin sé eldri en skeljalögin í Breiðuvík. Þau lög eru hins vegar eldri en skeið með öfugri segulstefnu og munu liggja á mótum ísaldar og plíósen tímans. Athuganir á landmyndun í Fnjóskadal hafa einnig leitt mig til þessarar skoðunar, og á Skaga- fjallgarði er ekkert sem mælir gegn þessu. ísöldin hefur lengi verið talin i/2 til 1 milljón ár að lengd, en áætlanir á tímalengdinni éru mjög óvissar. Alveg nýlega hefur Bandaríkjamaðurinn Emiliani haldið því fram út frá ýtarlegri rannsókn á borkjörnum úthafs- botns, að tímalengdin sé 300 þúsund ár og er það aðeins helm- ingur til þriðjungur af eldri áætlunum. Um eldra dalaskeiðið gefur Tjörnesið einnig vissar upplýsingar. Hef ég í ofannefndri ritgerð hallast að því, að eldri dalirnir séu yngri en aðalskeljalögin á Tjörnesi. Það sem gerðist var það, að eft- ir myndun þessara skeljalaga breyttist láglent og flatt land með 6—700 m lyftingum á vissum svæðum, í hálent ísland og þá hófst hin eldri dalamyndun. Skeljalögin eru pliosen að aldri, mið- eða ungpliosen. Sé pliosen tíminn talinn 10—12 milljón ár eins og venja er komumst við varla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.