Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 25
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI 15 ing um muninn á hinum tveimur fjallasvæðum sínu hvoru megin við Skagafjörð. Það er að vísu auðvelt að finna 300 m mörkin aust- an Skagafjarðar, t. d. hefi ég rakið þau talsvert í hliðardölum Eyja- fjarðar — og enn austar eru Flateyjardalsheiði og Leirdalsheiði slá- andi dæmi — en dalir bera þar þó víða greinilegri merki jökul- svörfunar en á Skagafjallgarði. Aðalástæðan mun vera meiri mynd- un staðbundinna jökla á hinu háa austursvæði. Skagafjallgarðurinn er tiltölulega einangraður. Meginjöklar hafa runnið út Skagafjörð og Húnavatnssýslur og þegar mest var liefur meginjökull að vísu þakið að mestu Skagafjallgarðinn. Aðeins hæstu tindar eins og Kaldbakur og Tröllakirkja virðast hafa stað- ið upp úr (ofan á sléttu yfirborði Kaldbaks er engin jökulmerki að sjá). En þessi meginjökull hefur unnið hér lítið og einangrun svæðisins mun aðalástæða þess hve liin gömlu dalaform hafa hald- izt vel. Eftir lyftingu landsins um 300 m varð mikill niðurgröftur í aðaldölum og á opnum svæðum. Allur Skagafjörður hefur graf- izt niður um 300 m og sama er að segja um Eyjafjörð, þar sem hliðardalir „hanga“ víða í ca 300 m hæð. Loks er láglendi Húna- vatnssýslna afleiðing af þessari eyðingu. Líklega verður að telja að jöklar hafi þarna unnið mikið verk, en jökulárnar hafa einnig vafalaust reynzt drjúgar. En þegar inn í Skagafjallgarðinn kemur, þar sem miklar jökulár komust ekki að, verður gröfturinn miklu óverulegri. Hann kemur fram í einstökum, 100—150 m djúpum, en tiltölulega þröngum rennum. Eftir áðursögðu er full ástæða til að telja, að Skagafjallgarður- inn hafi allt frá hinu eldra dalaskeiði verið einangrað svæði í þeim skilningi, að eyðing landsins byggðist á þeirri úrkomu, sem féll á svæðið sjálft. Af þeim sökum ætti og magn eyðingarinnar á ýmsum skeiðum að vera betri mælikvarði á tímalengdir en ella. Eyðinguna að loknu eldra dalaskeiði hef ég reynt að áætla á eft- irfarandi hátt. Svæðinu er skipt í 4 belti (mynd 3), hvert 10 km á breidd frá norðri til suðurs. Vestur og austurjaðar svæðanna eru í aðalatriðum yztu mörk þess úrkomusvæðis, sem teljast verður til Skagafjallgarðsins. Svæðunum er skipt niður f eins ferkílómeters reiti og hæð hvers áætluð á herforingjaráðskortinu í mælikvarða 1:100.000. Þar sem land er nú undir 300 m hæð er það reiknað 300 ni hátt. Meðalhæðir beltanna, talið frá suðri til norðurs, reynast þá 544 m, 528 m, 391 m, 352 m. Það er eðlilegt að hæðin minki til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.