Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 52
42
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN
staklega virðast þær áberandi í þeim tegundum, sem tilheyra svif-
inu, en þó koma þær víðar fyrir. Með hjálp loftbólanna megna
frumurnar að svífa í vatninu og eins að lyfta sér frá botninum og
upp í yfirborðið (leirlos). Myndun loftbólanna hefur stundum ver-
ið sett í samband við öndun án óbundins súrefnis, einskonar gerj-
un, sem á sér stað í frumunum, þegar þær skortir loft, t. d. á botni
kyrra vatna.
Hreyfing.
Það er sérkenni allra blágrænþörunga, þótt neikvætt sé, að þeir
mynda aldrei frumur með bifþráðum. Þó eru þeir ekki allir án
eigin hreyfingar og eru þær undantekningar að finna meðal þráð-
laga blágrænþörunga, einkum af ættinni Oscillatoriaceae, sem ber
nafn sitt af þessari sérkennilegu hreyfingu. Er aðallega um skrið-
hreyfingu að ræða, ýmist aftur á bak eða áfram, en stundum líka
sveifluhreyfingu á þráðarendunum.
Keðjubútar þeir eða æxlikeðjur (hormogonea), sem margir þráð-
laga blágrænþörungar mynda, hafa og skriðhreyfingu. Með henn-
ar hjálp smeygja æxlikeðjurnar sér út úr slíðri móðurþörungsins
og skríða í burt (10. mynd b).
Hraði hreyfinganna er mjög háður kringumstæðunum. Hann
eykst t. d. bæði við aukið ljósmagn og innan vissra takmarka einn-
ig við aukinn hita. Annars eru þessar hreyfingar blágrænþörung-
anna yfirleitt mjög hægfara.
Vöxtur og vaxtaræxlun.
Vaxtarskeið einfrumunga hefst að nýlokinni frumuskiptingu og
stendur til þeirrar næstu. Lifi frumurnar einstakar þá hefur hver
skipting í för með sér fjölgun einstaklinganna. Lifi frumurnar
aftur á móti í sambúi, þá fara fram margar frumuskiptingar á milli
þess að sambúið skiptist, svipað og gerist með þeim fjölfruma ein-
staklingum, sem hafa vaxtaræxlun.
Frumur blágrænþörunga skipta sér á einfaldan hátt. Þvert um-
hverfis frumuna vex inn frá frumuveggnum nýr skilveggur og þok-
ast hann inn að miðju frumunnar, eins og írisloki. Um leið reir-
ist bæði litfrymið og miðfrymið í sundur. Til er það, að ytra lag
frumuveggjarins, slímhjúpurinn, tekur ekki þátt í frumuskipting-
unni fyrr en þá löngu seinna. Mynda dótturfrumurnar hvor um