Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 56
46
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
frumuveggurinn þykknar og litarefnin hverfa. Oft verður karótín-
ið eftir, svo að fruman verður gul að lit. Forðanæring safnast eng-
in fyrir. Mjög oft myndast gulfrumur næst við dvalafrumur, eins
og áður var sagt. Oft er yzta fruman í frumukeðjunni gulfruma,
en annars myndast þær hingað og þangað í frumukeðjunni (5.-8.
mynd).
Frumukeðjur bútast venjulega í sundur við gulfrumurnar, og
11. mynd. Microcoleus vaginatus. A margar keðjur samhliða í einu slíðri.
B endi einnar keðju (x 300). (G. M. Smith).
virðist myndun gulfrumu oft vera upphaf þess að keðjan grein-
ist. Gervitvígreining verður jafnan við gulfrumu. Gulfrumumar
deyja venjulega án þess að geta af sér nýja frumu, en dæmi eru þó til
þess, að þær geti spírað eins og dvalafrumur.
Skyldleikakerfi.
Flokki blágrænþörunga er skipt í þrjá ættbálka eftir þeim höf-
uðeinkennum, sem hér greinir:
I. Chroococcales.
Einfrumungar eða frumusambú, þó aldrei þráðlaga. Á fmm-
unum verður ekki greint á milli grunns og topps, en sé svo,
þá eru frumurnar í kúlulaga sambúum, sem svífa í vatninu.
Aldrei grómyndun í gróhirzlum. Dvergfrumur algengar.
II. Chamaesiphonales.
Einfrumungar, fastvaxnir, með aðgreiningu í grunn og topp,
eða fjölfrumungar, þráðlaga, oftast með þykkum slímkennd-