Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 53
BLÁGRÆNÞÖRUNGAR
43
8. mynd. Anabaena flos aque, ;i aðaltegundin (x 300), b (x 300)
og c (X 000) afbrigði. Keðjurnar í flygsum. Mjög stórar dvalafrum-
ur, ennfremur gulfrumur. (G. M. Smith).
sig nýjan slímhjúp og skipta sér oft að nýju áður en yzti hjúpur-
inn rofnar (1. mynd, 2. mynd b og c).
Skiljist frumurnar að strax eftir skiptinguna, er um venjulega
kynlausa frumuæxlun að ræða, en slíkt er sjaldgæft með blágrænþör-
ungum. Venjulegast er að margar frumuskiptingar fari fram áður
en nokkur aðskilnaður verður, og myndast á þann hátt sambú
margra einstaklinga. Ef hinn sameiginlegi hjúpur sambúsins er
ekki sterkur, verður sambúið aldrei stórt, aðeins fáeinar frumur,
en sé hjúpurinn sterkur, getur sambúið orðið mjög stórt, áður en
það skiptist í sundur. Fyrr eða síðar fellur þó livert sambú í tvo
eða fleiri hluta, sem hver fyrir sig er nýtt sambú. Skipting þessi,
sem er einskonar vaxtaræxlun, virðist algerlega tilviljun háð.
Á mörgum tegundum þráðlaga blágrænþörunga fer fram vaxt-
aræxlun hliðstæð þeirri, er á sér stað með nokkrum æðri fjölfrum-
ungum. í frumukeðjunni markast af einn eða fleiri bútar, sem síð-