Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 36
26
NÁTTÚ RUFRÆÐINGU Ri N N
inn. Er pálmatré mjög frábrugðið okkar norrænu, fjölgreinóttu og
bolmiklu trjám í öllu útliti. Bolur pálmatrés er þakinn blaðföx-
um og leifum blaða og blaðstilka. Eru pálmabolir því mjög ósléttir.
Blöð margra pálma eru risavaxin, jafnvel 4—6 m á lengd og eru
annaðhvort fjaðurskipt eða handklofin. Geta smáblöðin eða flipar
eins blaðs skipt hundruðum. Pálmabolir eru fremur viðarmjúkir
og líkjast talsvert risavöxnum puntstráum, án knjáa. Eiginlegan
vaxtarvef vantar undir börkinn og eru pálmarnir þess vegna alla
ævi grannir og spengilegir, en gildna ekki stöðugt með aldrinum
eins og okkar tré. Pálmakrónurnar stækka lieldur ekki líkt og lauf-
krónur nori'ænna trjáa, því að gömul blöð smá falla í stað hinna
nýju, sem upp vaxa. Pálmarnir bera stórar blómskipanir, jafnvel
3—4 m langar, með tjölda blóma. Hanga blómskúfarnir venjulega
niður úr laufblaðakrónunni. Blómin eru venjulega grængul, sjaldn-
ar daufrauð, og frævast af vindinum. Aldinin hnetur, ber eða stein-
aldin. Kókoslinetur enx í raun og veru steinaldin; döðlurnar eru
einfræja ber.
Kókospálminn (Cocos ?iucifera) er einhver hinn litbreidd-
asti og frægasti pálmi veraldar. Hann getur orðið 20—25 m hár,
en alla ævi svo grannvaxinn að bolurinn verður ekki nema 25—30
cm í þvermál. Oft hallast kókospálmarnir fyrir vindi. í toppinn
ber hinn granni stofn mjög stóran skúf 25—35 gríðarstórra blaða,
sem geta orðið allt að 6 m á lengd og vegið allt að 10 kg hvert.
Ætla mætti að hinn granni pálmastofn mundi sveiflast fram og
aftur, jafnvel í hægri golu, en svo er ekki. í allsnörpum vindi
blakta blöðin mjög, en stofninn hrærist lítið. Vaxtarstaður hinna
ungu blaða og blómskipana situr í toppi pálmans og er vel varinn af
hinum sterku blaðfótum. Þessi ungi, meyri vaxtarvefur kallast
„pálmakál“ og þykir góður til matar. Þyngdin getur verið nokkur
kg á þessu pálmakáli og það hefur hnetukjamabragð. Meindýr
eitt, nashyrningsbjalla, sækir í pálmakál og getur drepið pálmann.
Trúðu menn fyrrum að illur andi hefði flogið yfir tréð — með
nýju tungli!
Kókospálminn liefur voldugar rætur, sem geta vaxið allt að 5
m í jörð niður og náð álíka langt út frá trénu. Landsbúar eru
mjög fimir að klifra upp pálmana, enda eru stofnamir ósléttir
og stundum einnig gerð fótfestu för í þá. Kókospálminn ber þús-
undir smáiTa blóma í stórum blómskipunum. Er jörðin þakin