Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 48
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gervitvígreiningu. Fer hún oftast þannig fram, að aðskilnaður verð- ur í frumukeðjunni, venjulega við gulfrumu. Sveigist annar end- inn út úr keðjunni, vex áfram og myndar nýja keðju af sömu gerð og aðalkeðjan (5. og 6. mynd). Annar sérkennilegur háttur greiningar finnst með blágrænþör- ungum, en það er hornrétt greining. Fer hún þannig fram, að ein fruma í frumukeðjunni klofnar eftir endilöngu. Vex önnur dóttur- fruman þvert út úr jrræðinum og skiptir sér síðan áfram í sama sniði, svo að ný grein myndast, sem situr hornrétt á aðalkeðjunni (4. mynd a). Frumuveggurinn. Um allar frumur blágrænþörunga er frumuveggur. Þær teg- undir, sem ekki eru þráðlaga, liafa vegg gerðan úr tveim löguin. Innra lagið er þunnt og þétt í sér, gert að nokkru úr sellulósa. Ytra lagið er slímkennt, oft talsvert þykkt og lagskipt, gert aðallega úr pektinsamböndum. Slímhjúpur þessi helzt oft óskiptur við frumuskiptinguna og myndast þá nýir slímhjúpar innan þess gamla. Þessi mjög frumstæða frumuskipting kemur fyrir hjá nokkr- um tegundum af ættbálkinum Chroococcales. Á þráðlaga blágræn- þörungum eru frumuveggirnir ekki tvöfaldir nema á þeim hlið- um, sem út snúa í þræðinum. Hið slímkennda ytra lag vantar þar sem frumurnar liggja livor að annarri. Slímlagið myndar oft sam- eiginlegan hjúp utan um heilar frumukeðjur, og verður af því slíðrið, sem áður hefur verið getið. Frymið. í frumum blágrænþörunganna má greina á milli tvenns konar frymis: litfrymisins (chromoplasma), sem liggur nær yfirborði frum- unnar, og miðfrymisins (zentroplasma), sem liggur í henni miðri. Þó eru takmörkin þarna á milli sjaldan skýr, Hlutfallið á milli lit- frymis og miðfrymis er mjög mismunandi. Sumir blágrænþörung- ar hafa aðeins örþunnt lag af litfrymi utan yfir miðfryminu, en í öðrum er miðfrymið aðeins örlítið korn liggjandi í litfryminu, sem þá fyllir alla frumuna. Hvort tveggja frymið er miklu þéttara í sér en gerist um frymi annarra jurtafruma. Litfrymið ber nafn af litarefnunum, sem í því eru. Er það fyrst og fremst blaðgrænan, en auk þess karótín, þarablámi (phykocyan)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.