Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 30
20 NÁTTÚ RUFRÆÐI NGU RINN Vestar er víðlend slétta með 3—400 m hæð og nær vestur til Holtavörðuheiðar. Sunnan við Holtavörðulieiði liggja ungu hraun- in á þessari sléttu eins og sést á Heiðarsporði efst við Norðurár- dal og við Hrútafjarðará og hvíla hraunin á báðum stöðum á ung- legum surtarbrandi, sem kynni að geta gefið einhverjar hugmynd- ir um aldur, en af afstöðu verður ekki um það dæmt hvort hraun- in eru yngri eða eldri en eldra dalaskeið. í þessa sléttu eru grafn- ir tiltölulega þröngir dalir, að verulegu leyti frá yngra skeiðinu, Austurárdalur, Núpsdalur og dalur Hrútafjarðarár. Sama er að segja um Norðurárdal og nú verður ljóst, að Borgarfjarðarmúlar og sléttlendið þar inn af, með 300—400 m hæð, er lyft flatneskja, sem dalirnir grófust í á yngra skeiðinu, að minnsta kosti að veru- legu leyti. Mér virðist þó að þessir dalir hafi verið til á eldra skeið- inu og þá mjög grunnir, botn þeirra hafi staðið um 250 m yfir núverandi sjávarmáli. Á þessu fæst ágæt staðfesting í Skorradaln- um. Rétt utan við Vatnshorn eru leifar ungra hrauna með réttri og öfugri pólun, sem runnið hafa eftir láréttum sandbotni í tæp- lega 250 m hæð yfir núverandi sjávarmáli. Loks kemur liærra fjalllendi frá Skarðsheiði til Esju og þar eru form frá eldra og yngra dalaskeiði. Hin yngri hraunlög, sem hér koma fram bæði í Esju, Botnsheiði og Skarðsheiði eru þannig eldri en eldra dalaskeiðið. Þau gætu verið sambærileg við Fnjóskadals- lögin, en líklegar að þau séu talsvert eldri. Byggist það á því, að syðra er um að ræða snöruð lög, sem hafa orðið fyrir mikilli út- sléttun áður en eldri dalamyndun hófst. Yrði frá þessu sjónarmiði ekki óeðlilegt að færa aldurinn aftur til miosen, en sambærileg lög með meintum jökulmenjum í Hornafirði hafa nýlega verið talin miosen á grundvelli surtarbrandsrannsókna (8). í yngri lögunum við Hvalfjörð hafa gróðurleifar verið óþekktar þar til ég fann síð- astliðið sumar gróðurlag ofan við Litlasand í Hvalfirði í um 300 m hæð. Talsvert er af skýrum blaðförum í laginu og er það girnilegt til könntinar á gróðri þessa tíma og ef til vill nothæft til aldurs- ákvörðunar. Lagið liggur rétt ofan við greinilega ísrákaðan flöt, en örugglega undir 6 segulflokkum af basalti. Á norðausturlandi koma yngri myndanir allvíða fram. Þær liggja að Vopnafirði ofan við 300 m hæð að vestan og norðan svo og að Þistilfirði. Ég tel að hér gæti bæði yngra og eldra dalskeiðs og gætu hraunin þá verið sambærileg við Fnjóskadalslög. Jafnframt

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.