Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 29
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI 19 lengra tij baka með upphaf eldri dala en 5—6 milljónir ára. Sé yngra skeiðið talið 3—500 þúsund ár gætu fengizt aldurshlutföll- in 1120 tii t/io og þessu ber eins vei heim og saman við eyðingar- hlutföllin á Skagafjallgarðinum og hægt er að gera sér vonir um. Urn eldri dalina í Skagafjallgarði var það áður ljóst, að upphaf þeirra lrlyti að liggja allmargar áramilljónir fyrir ísöld og kemur það vel heim við samanburðinn við Tjörnes, en aldur yngri dal- anna er ekki auðvelt að áætla beint á Skagasvæðinu og því var hér gripið til þess að miða hana við Tjörnesið. Þess má hér geta að ein- ungis á einum stað á rannsóknarsvæðinu hef ég rekist á gróðurleif- ar með ungu hraununum og það óverulegan vott, þ. e. í sandsteini næst undir hrauninu á Sólheimahálsi. Sú verður heildaráiyktun mín af þessum rannsóknum, að eldri dalirnir hafi byrjað að mótast á pliosen, líklega síðari hluta þess, að hraunin hafi runnið síðast á pliosen og lyfting um 300 m hafi orðið nærri mótum pliosen og kvarters, líklega aðeins fyrir þau. Þessar niðurstöður eiga fyrst og fremst við um Skagafjallgarð- inn, en einnig svæðin austur að Bárðardal. Allt þetta fjalllendi er til orðið við landris í tveimur lotum, annarri í mið- eða seinni hluta pliosen, hinni við lok pliosens. Sömu skeiðin og tilsvarandi dalaflokka er að finna miklu víðar á landinu eins og eðlilegt er og verður það rakið hér lítillega. Við höldum fyrst vestur eftir Húnavatnssýslu og um Borgarfjörð suður til Hvalfjarðarsvæðisins. Vatnsdalur er tiltölulega þröng renna grafin á yngra dalaskeiði niður í eldri, 6 km breiðan dal milli Vatnsdalsfjalls og Víðidalsfjalls. Mestur hluti eldri dalbotns- ins stendur enn að vestanverðu með 200—300 m hæð. Syðst koma ung hraun fram á brúnir sunnan frá í 400 m hæð við Vatnsdalsá og Bríkarkvísl. Eftir afstöðu hér mætti ef til vill ætla, að hinn breiði, gamli dalur sé yngri en hraunin og þau gætu þá verið sam- bærileg að aldri við ungu hraunin í brúnum Fnjóskadals. Þetta er þó óljóst, en yfirleitt verður erfitt að dæma nokkuð um aldur þessara hrauna þegar kemur inn til sléttlendis að baki dölunum. Hraunlagið, sem þekur gróðurleifarnar í Bakkabrúnum virðist örugglega vera eldra en yngra dalaskeiðið og ætti að teljast plio- sent en ekki kvartert, eins og gert hefur verið fram til þessa, og frá sjónarmiði landslags og aðstæðna á staðnum (eyðing misgeng- is) getur aldurinn verið allhár.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.