Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 41
PÁLMAR 31 látinn renna í bambusrör. Á sumum pálmum er sykursafinn tek- inn úr stoíninum. Mörg önnur not eru af sykurpálmunum. í gömlu indversku kvæði er t. d. palmyrpálminn vegsamaður og sagt að hann megi hagnýta á 801 liátt! Garðyrkjumenn o. fl. nota mikið basttrefjar pálmategundarinnar Raphia ruffia frá Madagaskar. Sá pálmi ber 10—15 m löng blöð. Spanskreyr eru grannir og sveigjanlegir stönglar sérstakra flækjupálmaj' Calamus), sem einkum vaxa við Indlandshaf. Þess- ir pálmar mynda flækjur, svo víða er ófært um skógana, nema In'jggva sér braut. Hin löngu fjaðurblöð þeirra enda með jDyrnótt- um þráðum. sem þeir klifra með, jafnvel hátt upp í tré. Afbirktur spanskreyr er notaður til körfugerðar og í körfuhúsgögn ýms og fleiri fléttaða gripi. Erlendis var spanskreyrinn notaður til fleng- inga (Rotting), bæði í Iier og í skólum. Evrópa er næsta snauð að villipálmum. í Norður-Afríku vex dvergpálminn (Chamaerops humilis) og hann hefur komizt yfir Miðjarðarhafið, er t. d. ,,illgresi“ á ökrum Suður-Spánar. Dvergpálminn er lágvaxinn og ber handklofin „blævængsblöð1'. Sést hér í stofum. Ur blaðtrefjum hans er unnið hrökkhár (kröl- hár), sem helzt likist hrosshári, og er notað til fyllingar í dýnur og húsgögn. Oft kallað „Afrik“, enda kemur mest af því frá Norður- Afríku. Piassava eru blaðslíðurtrefjar ýmissa fjaðurpálmategunda, mjög mikið notaðar í sópa og bursta. Bezt Jrykir para-piassava, sem fæst af Leopoldinia piassaba-pAhoa frá Norður-Brazilíu og Venezuela. Trefjarnar eru meir en metri á lengd, brúnar og sveigjanleg- ar. Úr fíngerðari trefjunum eru gerðir hattar, mottur, körfur og kaðlar. Piassava fæst einnig úr pálmategundum frá Afríku, Mada- gaskar (fíngert) og Austur-Indlandi, t. d. kittul eða Síamstrefjar, sem þykja ágætar í fíngerða bursta. Hér hafa verið nefndir nokkrir frægir nytjapálmar. Eru afurðir þeirra kunnar á heimsmarkaðinum. En auk þeirra vex fjöldi ann- arra gagnsamlegra pálma í hitabeltinu og heittempruðum löndum. Má segja að pálmarnir séu þar mörgum manninum matur og drykkur, klæði, hús og heimili.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.