Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 13
Einlembt — tvílembt. Það er margt í landbúnaði vorum, sem enn er ógert, bæði óathugað og órannsakað. Með þessari grein ætla eg að drepa á ýmislegt, er snertir sauðfjárræktina og ,enn þá hefir lítið verið athugað, enn minna rætt og alls ekkert rannsakað, að svo miklu leyti, sem rannsókn væri möguleg og gæti leyst úr vafaatriðum. Þegar litið er á dýrategundina, þá verður sennilega flest- um einna starsýnast á tvennt, fyrst hvað einstaklingarnir eru hver öðrum ólíkir, hvar sem á þá er litið, og í öðru lagi á við- komuna. Fyrra atriðið kemur af því, að hér á landi eru mörg fjárkyn, sem blandazt hafa saman af handahófi í þúsund ár. Hér hefir aldrei þekkzt nein fjárrækt í eiginlegri merkingu þess orðs, og sú, sem að nafninu til hefir verið hér, hefir frekar miðað að því að rugla kynjunum enn meir saman en áður var, í staðinn fyrir að aðgreina þau. Út í það atriði skal ekki frekar farið að þessu sinni. Það er svo margþætt, að það verður ekki rætt í stuttu máli. Á hinn bóginn skulum við athuga síðara atriðið nokkru nánar. Sé litið á spendýr þau, sem hér á landi eiga heima, þá greinast þau, að því er viðkomuna snertir, mjög greinilega í tvo flokka, nefnilega einsafkvæmisdýr og fleirafkvæmisdýr. Tak- mörkin eru mjög skýr. Eg minnist ekki nokkru sinni að hafa heyrt þess getið, að hryssa hafi átt tvö folöld í senn. Að kýr eigi tvo kálfa kemur fyrir, en er mjög sjaldgæft. Af hundrað fæðingum hjá konum fæðast tvíburar aðeins einu sinni. Þá eru selir og hvalir, ef við viljum fara svo langt, ekki síður ein- birnisdýr, ef tvíburar koma yfirleitt fyrir hjá þeim. Öll önnur íslenzk spendýr, hundar, kettir, refir, rottur o. s. frv., eiga 3—4 og oftast fleiri afkvæmi í einu. Hvar á þá að setja sauðkindina í þessu efni? Þegar litið er á heildina, þá má segja, að ær séu tvílembdar frá 8—10 af hundraði og allt upp í 100 %. Af þessu er bert, að sauðfénaðurinn sker sig greinilega úr í þessu efni. Hann er jafn skýrt aðgreindur frá báðum áðurnefndum flokkum. Tvílembur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.