Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 16
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN uuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiimiiiiimiiiiiiiimiimiiiiimmiimiiiiimiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiii stofnsins, svo neinu verulegu nemi, hann er einlembdur að minnsta kosti að einhverju leyti — af skorti. Undanfarna vetur hefi ,eg verið að gera tilraunir á ám með efnablöndur, og fengið vissu fyrir því, að með sérstakri efna- blöndu er hægt að fjölga tvílembum til verulegra muna. Einnig þetta bendir til þess, að skortur á ákveðnum efnum í fóðrinu sé a. m. k. ein ástæðan til þess, hve margar ær eru einlembdar í sveitum, en ekki hitt, að eðli kynstofnsins sé breytt.1) Hinu má þó ganga að sem vísu, að úrval um langt árabil hefir mjög fjölg- að þeim ám, sem torveldlega verða tvílembdar. Hinu má heldur ekki gleyma, að verið getur, að líka hafi flutzt til landsins hreinn einlembingsstofn. Niðurstaðan verður þá í stuttu máli þessi: ísl. sauðfjárstofn- inn er í eðli sínu tvíafkvæmisdýr, og þegar svona mikið ber á einlembingum, þá er það að miklu leyti af skorti á ákveðnum efnum í fóðrinu, en ekki eða þá að minnstu leyti af því, að stofninn, vegna úrvals, sé orðinn að einsafkvæmiskynstofni. En sé þetta svo, þá vaknar spurningin: Hvað veldur? Hvað vantar? Skorturinn getur verið fólginn í þrennu: 1) Oflítið fóður, 2) skortur fjörefna og 3) skortur ýmsra annara efna, sem skepnunni eru nauðsynleg. Fyrsta ástæðan, að fóðrið sé oflítið, að um sé að ræða skort næringarefna, sult, kemur ekki til greina. Fyrir og um fengi- tíma eru ætíð og allsstaðar nóg hey, svo að ekki er að efa, að féð fær í sjálfu sér nóg fóður. Á' hitt hefir verið bent hér áður, að ær þurfa meira en viðhaldsfóður, til þess að verða tvílembdar. Hvort um skort á fjörefnum sé að ræða, er alveg órannsak- að mál. Það er margt s.em mælir með því og margt sem mælir á móti. Fjörefnin eru tiltölulega nýuppgötvuð, og tala þeirra og eðli engan veginn enn rannsakað til hlítar. Nú eru þau talin fjögur (A, B, C og D), en sennilegt þykir, að þau séu fleiri. Því er þannig varið, að efni þessi eru öllum lifandi v.erum nauð- synleg; líkaminn dafnar ekki, þó honum í sjálfu sér berist nóg fæða, ef þessi efni vanta. Hafa þau því hlotið nafnið fjörefni eða bætiefni (á erl. málum vitamin, eiginlega lífefni). Tilfjnn- anlegur skortur ,eða algerð vöntun á þessum efnum hefir í för 1) Síðan þetta var ritað, hefi eg sannfærzt um, að einlembingsrækt- in til sveita er komin miklu lengra, en eg í fyrstu hugði. Hugsast gæti líka, að meiri árangur fengist, ef meira væri gefið af blöndunni og lengri tíma en eg hefi gert.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.