Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 22
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN (iiiiiimimmiimmmiiiiimiiiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiimiiiiimimimiiiiiiiiiimiimiiimiiiiiiiMmiiiiiiiiiimiiiiii þá geta þau það líka annarsstaðar. Þsssi hugmynd, að stofninn úrkynjist, ef ærnar séu tvílembdar, er þannig hrein firra, og ef hann gerir það, þá er það ljós og órækur vottur um það, að fénu er misboðið. Niðurstöðurnar af þessum hugleiðingum, v,erða þá, í sem stytztu máli þessar: 1. íslenzki fjárstofninn er sambland af mörgum fjárkynjum. 2. Það er eðli íslenzku ærinnar almennt að vera tvílembd, en hún verður það að sjálfsögðu einungis þar, sem lífsskil- yrði leyfa. 3. Þar sem skilyrði eru ,ekki fyrir hendi er hægt að bæta úr því, — að nokkru að minnsta kosti — með fóðrun og efna- blöndun, svo framarlega sem ekki gætir um of áhrifa frá úrvali, sem miðað hefir að því að gera féð einlembt. 4. Það er stórkostlegur sparnaður að hafa ærnar tvílembdar. 5. Með góðri meðferð verða tvílembingar ekkert minni en ein- lembingar, og ná fullum þroska. 6. Það er misskilningur, að stofninn þ u r f i að úrkynjast, ef ærnar eru tvílembdar. 7. Islenzku fé er yfirleitt boðin of erfið kjör til þess að nokk- ur von sé til þess, að það skili þeim afurðum, sem það hefir kosti til, og kemur það fyrst og fremst niður á Jömbunum. Hér hefir vitanlega, í svo stuttu máli, verið drepið á aðeins fátt eitt í hinu margþætta, vandasama og flókna fjárræktar- máli, en það, sem eg að lokum vildi taka fram, þeim til leið- beiningar, sem við fjárrækt fást, er þetta: íslenzkt fé er ósam- kynja, mjög misjafn og gjörsamlega óræktaður hópur. Það mun taka áratugi að rækta fram nokkurnveginn kynfasta stofna, og það tekur aðra tugi ára að rækta úr þeim stofnum „óskastofn“, sem hefir alla þá kosti til afurða, sem ísl. fé getur í té látið. Þetta verk er auk þess jafn vandasamt og það er seinlegt. Það er erfið og vandasöm staða, að taka við að heita má óbyggðu og óræktuðu landi — og þó rúnu af 1000 ára rán- yrkju —, og gjörsamlega óræktuðum bústofni, enda mun það mála sannast, að það að vera bóndi, er nú sem stendur vanda- samasta staðan í íslenzku þjóðfélagi. En einu má að mínu viti kippa í lag á tiltölulega skömmum tíma, en það er, að það eiga að vera „tvö höfuð á hverri kind“. M. Júl. Magnús.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.