Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19 iiiiimimmmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiimiiiiiimmmiiimimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMii an, því fuglinn fleygir sér oftast niður á vatn ,eða sjó. Þá rennir skúmurinn sér að honum, en fulginn kafar óðara. Séu fleiri fugl- ar þar nærri, rennir skúmurinn sér að öðrum og svo koll af kolli; aðal-útkoman verður þá sú, að skúmurinn rennir sér nær aldrei að sama fuglinum hvað eftir annað. Þessi eltingaleikur nær oft yfir talsvert svæði, því fær hver fugl nokkurn tíma til að draga andann í hvert sinn sem hann kemur upp, enginn þeirra þreyt- ist því til muna, og skúmurinn kemst aldrei í drápsfæri. Þetta á aðeins við þegar svo djúpt vatn er þar sem leikur þessi er háður, að skúmurinn missir sjónar á fulgunum er þeir kafa; sé aftur á móti svo grunnt, að skúmurinn geti alltaf eygt sama fuglinn, fylgir hann honum stöðugt eftir, og verður þeim leik lýst síðar. Það er því áríðandi fyrir skúminn að geta einangrað einhvern fuglinn, þá er veiðin vissari og fljótteknari. Þetta gera líka sumir skúmarnir, beztu veiðifuglarnir auðvitað, oft, þegar í byrjun eltingaleiksins. Rétt er að geta þess hér, að ef fugl sá, er skúmurinn hefir einangrað, getur kafað upp að landi, þá er honum borgið, að minnsta kosti hefi eg aldrei séð skúm ráðast á áðurnefndar fuglategundir uppisitjandi, en hvað hann kann að gera við smærri fugla, t. d. ósjálfbjarga unga, læt eg ósagt, get vel trú- að honum til þess að drepa þá á landi ef svo ber undir. III. Þegar skúmurinn hefir einangrað fugl, sem kafar á djúpu vatni, er aðferðin sú, að jafnskjótt og íuglinn hefir stungið sér, þá flýgur skúmurinn dálítið í loft upp og sveimar þar fram og aftur. Þegar hann svo sér fulginn koma upp, rennir hann sér óðara að honum, og þá kafar fuglinn óðara; fer svo nokkrum sinnum, en brátt tekur fuglinn að þreytast og mæðast, þarf þá að koma oftar upp en í byrjun, kafar því alltaf því styttra og grynnra sem köfunum f jölgar, og loks svo grunnt, að skúmurinn sér stöðugt hvað honum líður, og þá fylgir hann fast á eftir fugl- inum, ýmist flögrandi fast við yfirborðið eða syndandi; eins fer hann að strax í byrjun, ef hann bara sér alltaf til sama fugls- ins. Að lokum er fugiinn orðinn svo móður, að hann getur eigi lengur kafað, og þá hremmir skúmurinn hann. 2*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.