Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 28 •llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Víðiskógurinn á Sörlastöðum. Jörðin Sörlastaðir í Fnjóskadal liggur austanvert við mynni Timburvalladals, og stendur bærinn undir fjalli eigi mjög bröttu. Neðan við túnið er sléttuflæmi, vaxið viðartegundum, og ber þar mest á gulvíði. Þekur hann allstórt svæði af undirlendinu og er fagurt að líta yfir runnana í sumarskrúða, því flestir eru mynd- aðir af furðu beinvöxnum hríslum, meira en mannhæðar háum. Munu Sörlastaðavíðirar vera mesti og fegursti gulvíðiskógurinn í Fnjóskadal. í Vagla- og Þórðarskógi er víðikjarr, sem ekki kemst í hálfkvisti við hríslurnar í Sörlastaðavíðinum, hvað fegurð snert- ir, en er hins vegar mun hærra. Nokkrir gulvíðirunnar í Tungu- skógi í Bleiksmýrardal eru næstum því jafnháir Vaglastaðarvíð- inum, og hafa sennilega ekki náð fullum vexti enn, því að þeir eru tiltölulega ungir. Víðiskógurinn á Sörlastöðum er merkilegt fyrirbrigði, vegna hins mikla þroska og fegurðar, sem hann hefir náð. En elzti hluti hans er þegar orðinn mjög gamall, og feyskja hefir sumstaðar gripið tökum á heilum runnum. Fyrir nokkrum árum var því tek- inn upp sá háttur, að hafa víðinn til eldsneytis jafnskjótt og ellimörk fóru að sjást á honum. Eyðist þannig árlega mikið af skóginum, þótt hins vegar grói hann einnig nokkuð út. Eru þetta íremur vítaverðar aðfarir, þar eð .eftir verða eyðileg, rótslitin flög, sem nýr gróður er seinn að festa rætur í, einkum vegna skjól- leysis. Og væri óskandi, að menn vildu sjá að sér í þessu efni. Skammt sunnan við túnið á Sörlastöðum fellur lækur miltill í djúpu gili og nefnist Hellugnúpsá. Læk þennan má virkja og ná úr honum feykimiklu rafmagni. Mun það verða nóg til ljósa, suðu og upphitunar á Sörlastaðaheimili, og einnig á Snæbjarnarstöð- um, sem er bær vestan við Bakkaána, beint á móti Sörlastöðum. Hvenær sem Helgugnúpsáin verður rafvirkjuð, er sjálfsagt að byggja vermireiti hingað og þangað um víðiskóginn neðan við Sörlastaðatúnið og hita þá og lýsa upp með rafmagni. Má þar þá, til gagns og gamans, rækta margskonar tegundir gróðurs, sem eigi þola kulda, og lofa gömlu víðihríslunum að standa óáreittum kringum vermihúsin og skýla ungum plöntum á þroskaskeiði. Sigurður Kristinn Harpann.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.