Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 38
26 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiimminiimiiinminimmiiiiimmmiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiimimiMimMiiiiiimiiiiiiiimmmiiiiiimiiiiiiiiiitiiiiiiii hans eða krepptum klóm. Og- þegar menn athuga þetta mál, verða þeir einnig að hafa það hugfast, að fætur fálkans eru aðallega búnar út til þess að grípa með bráðina, þótt það á hinn bóginn útiloki eigi, að hann geti veitt þung högg með þeim krepptum. Æðarfuglinn notar aðallega nefið til varnar ungum sínum og eggjum. Séð hefi eg bæði blika og kollu höggva með því til hrafna sem ætluðu að ræna eggjum, og kollan hefir einnig beitt því gegn svartbak, er henni þótti hann of nærgöngull ungunum. Oft hafa kollur bitið mig í höndina, ef þeim hefir þótt eg koma of nærri. Aðeins ein hefir ráðizt á mig, bæði bitið mig, og lamið með vængjunum í fætur mér, gerði það ávallt, ef eg hreyfði hið minnsta við henni. Og það voru býsna skörp högg, sem hún veitti með vængjunum. I bardögum sín á milli notar æðarfuglinn bæði vængi og nef, og á sundi jafnvel líka lappirnar, eða svo hefir mér virzt. — Sama mun eiga sér stað með aðrar andategundir, t. d. hávelluna. Þó virðist húsöndin sérstaklega athyglisverð í þessum efnum, sem sést á eftirfarandi dæmi: í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu eru, skömmu eftir að hún fell- ur úr Mývatni, strengir og hávaðar — jafnvel fossar — með lygn- um á milli. Þar dvelja húsendur með unga sína oftast eða oft ein á hverri lygnu. Eitt sumar fundust á einni lygnunni eða reknir við hana 31 andarungar allir dauðir, en sjálfsagt má líti svo á, að fleiri hafi rekið dauða fyrir neðan lygnuna. Einu sinni var maður staddur niður við lygnuna er næsti hávaði fyrir ofan flutti þang- að andarunga, og skilaði honum þangað í fullu fjöri. En á lygnunni var húsönd með unga sína. Þegar hún sá þennan nýkomna unga, þaut hún að honum, læsti kjaftinum um háls honum og hristi hann til illyrmislega, og sleppti honum þá fyrst, er unginn var dauður. Áhorfandi þessa leiks var Jón Árna- son, sem nú er héraðslæknir Axarfjarðarhéraðs, og hefir hann sjálfur sagt mér frá þessu atviki. Líka sögu munu fleiri Mývetn- ingar kunna að segja. Þá er og eftirfarandi frásögn um álft, sem var að verja hreið- ur sitt fyrir ímyndaðri hættu, alveg einstök, og þess verð, að hún sé skráð. Skammt héðan er dálítið vatn, sem heitir Víkingavatn. Bær samnefndur stendur vestan við vatnið sunnarlega. Að norðanverðu gengur langur tangi út í vatnið, sem heitir Ulitangi. Sunnan við hann og beggja vegna við syðsta odda hans er stararflaga, rót- lítil, svo fáar skepnur, nema kýr, leggja fram í hana. í flögu þess-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.