Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 44
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111111 ■ 1111 ■ 1111111111111111111111111111 i 111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111 ■ 111111111111 eru í því landi, þar sem varpiS fer fram, þá eru þeir þó oftast nær á ferð og flugi, bæði upp og niður og fram. og aftur. Enginn undrast það, þótt lítill fugl sjáist lyfta sér upp í þrjátíu—fjöru- tíu metra hæð fimm til tíu sinnum hvað eftir annað, en til þess fer þó mjög mikil orka, og langt mætti komast fyrir hana, ef b.eint væri flogið. Aðalmunurinn á flugi fuglanna um fartímann og á meðan þeir dvelja í vetrar- eða sumarbústaðnum er sá, að um fartímann er alltaf flogið í sömu átt, því að eðlishvötin dregur fuglana eftir ákveðnum brautum, eða í ákveðna átt, eins og hulinn kynjakraftur, en á sumrin og veturna er flug- ið ekki staðbundið, þá er um að gera að vera við þann eldinn, sem bezt brennur, og leita þar að fæðu, sem helzt er að fá. Langflestir farfuglar fljúga frá norðri til suðurs, meðan á fartímanum stendur, — sumarbústaðurinn er fyrir norðan vetrarbústaðinn á norðurhveli jarðar, en fyrir sunnan á suður- hveli. En svo eru einnig til farfuglar, sem aðallega fljúga frá vestri til austurs, verpa t. d. inni í meginlöndum, en draga sig svo út að ströndunum á veturna. Flestir fuglar fljúga vanalega lágt meðan á langferðun- um stendur, einkum þeir minni, eins og til dæmis máríatlan og steindepillinn, aðeins í sárfárra metra hæð. Á hinn bóginn geta margir fuglar flogið feikna hátt, og þar má fyrst og fremst nefna ránfugla og hræfugla, því að fyrir þá er útsýnin lífs- nauðsyn, þegar sulturinn fer að sverfa að. — Englendingar og Þjóðverjar, og reyndar fleiri, hafa á síðustu árum reiknað út hæð nokkurra fugla, sem sézt hafa á flugi, og reynt að mæla hana með fullkomnum áhöldum. Niðurstaðan, sem þ.eir hafa þótzt komast að, er meðal annars þessi: Svölur fara í fjórtán til þrjátíu metra hæð um fartímann, en hafa sézt hæst í tveggja eða þriggja kílómetra hæð frá jörðu. Máríötlur fara að jafnaði ekki hærra en fjörutíu metra, en hafa þó sézt í átta- tíu metra hæð. Starrar hafa sézt í þúsund metra hæð, og krákur í tveggja þúsund metra hæð. Hæðst hafa sézt endur og gamm- ar, gammar í nærri fjögurra kílómetra hæð og endur heila fimm kílómetra frá jörðu, eða meira en tvisvar sinnum hærra en Öræfajökull, hæsta fjall á íslandi. Hvað flughraða fuglanna snertir, þá hafa fuglafræðingar gert sitt bezta til þess að komast fyrir um, hve mikill hann væri, og nú skal eg tilgreina nokkrar tölur, sem sýna árang- urinn. Allar tölurnar þýða kílómetra á klukkustund. Til saman-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.