Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 33 fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiilniiiiiiiiiiiim burðar má nefna, að hraðskreiðustu gufuskip, sem hér eru í förum, fara tuttugu og fimm til þrjátíu kílómetra, hraðskreið mótorskip fara allt að tuttugu kílómetra, bílar g.eta komizt allt upp í hundrað kílómetra eða jafnvel meira, og flugvélar fara að jafnaði eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kíló- metra. Tölur þær, sem tilgreina hraða fuglanna, eru þessar: Hrafninn fer um áttatíu kílómetra, starrinn allt að því níutíu kílómetra, þótt lítill sé, auðnutittlingurinn f.er allt að því sjötíu kílómetra, svölur um sjötíu, gæsir allt að því eitt hundrað og tuttugu, og þeir fuglar, sem hraðast fara, fljúga með 'tvö hundr- uð kílómetra hraða eða meira. Þegar öllu er á botninn hvolft, er varla nokkur fugl sá liðléttingur, að hann geti ekki flogið eins hratt og þegar hratt er ekið í bíl, en þeir fráustu gefa flugvél- unum lítið eða ekkert eftir. Miklar eru þær hersveitir fugla, sem fljúga landanna á milli, mörg hundruð kílómetra veg, tvisvar sinnum á ári. Á vorin fljúga milljónirnar úr hinum suðrænu vetrarheimkynn- um til norðurs, þangað sem næturnar eru bjartar og veðrið blítt. Á vorin byrjar þurrkatíminn í heitu löndunum, og enda þótt hitinn sé mikill, samsvarar þetta tímabil vetrinum hjá okk- ur. Mörgum fuglum verður þá erfiðara um að afla sér fæðu, en var meðan á vetrinum stóð, og þar við bætist, að það verður að sjá ungunum fyrir öllu því bezta, sem auðið er, þegar þeir koma í heiminn. Þess vegna taka farfuglarnir á sig erfiði og hættur langferðalagsins, margar eru milljónirnar, sem leggja lífið í sölurnar, og margar eru þær þúsundir, sem aldrei komast lif- andi til hins fyrirheitna lands, þar sem miðnætursólin skín eða þar sem nóttin er björt og þar sem fljúga skordýrasveimar til fæðu ferðalöngunum og ungum þeirra. En margir verða sem sagt að láta lífið, áður en þeir komast til þessarra sumaraldin- garða norrænna landa. Margir óvinir ofsækja farfuglana á leið- inni, jafnvel þótt þeir fari huldu höfði og taki mikið af ferða- laginu í hvíld sína, fljúgi á nóttunni. Allir skilja hve mikil hætta Jitlu landfuglunum okkar er búin, þegar þeir fljúga yfir hafið, sem skilur Island frá öðrum löndum, til dæmis þegar ferðinni er heitið héðan til Færeyja. Marga hrekur stormur og illviðri út af réttri braut, margir villast í þoku og dimmviðri og finna aldrei land. Margir falla þróttlausir niður í hafið, þegar þeir hafa eytt síðustu kröftum sínum í að komast nokkrum metrum lengra áfram í áttina að því marki, sem eðlishvötin stefndi 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.