Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 46
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillillllllllllllllillilllllHlllllllllllllilliiiillllllllllllir þeim að. Og svo er ein hættan enn þá, og hún er ef til vill verst, hún er vitarnir. Allt í einu sér vitavörðurinn þúsundir fugla koma fram úr djúpi myrkursins, eins og fyrir töfrakrafti. Hópurinn klofnar um vitann, flestir komast heilu og höldnu fram hjá, en nokkurir v.erða alveg ruglaðir vegna birtunnar. Þeir fljúga í hringi, þangað til þeir hafa áttað sig, en geta svo haldið óskaddaðir áfram. Þá eru loks þeir úr hópnum, sem fljúga með fullri ferð á rúðurnar í vitabyggingunni, og þeim er bráður bani búinn. Aðrir geta ekki losað sig undan hinum seið- andi áhrifum; birtunnar frá vitanum, þeir fljúga í hringi kring- um hann hvað eftir annað, alveg eins og fiðrildi kringum lampa,. þangað til þeim verður á að koma of nálægt og birtan blekkir þeim sýn, svo að þeir fara sér að voða. Á þennan hátt farast ár- lega þúsundir fugla, hundruð eða þúsundir við hvern vita. 1 öðrum löndum eru færðar bækur yfir þá fugla og þær fuglateg- undir, sem týna lífinu á þennan hátt. Til þess að nefna dæmi,. máli mínu til sönnunai', vil eg geta þess, að árið 1923 vaz-ð með vissu sagt, að þrjú þúsund sex hundruð og sjö fuglar hefðu dá- ið við vitana í Danmörku, og þeir töldust til sjötíu og tveggja tegunda. Sama ár varð það víst, að um eitt þúsund fuglar höfðu fallið útbyrðis af dönskum skipum, eða niður á skip, eftir að hafa beðið bana af því að fljúga á ljósker skipsins. Þó má gera ráð fyrir, að þessar tölur séu miklu lægri en rétt er í raun og veru, því að sjálfsagt vita menn að.eins um lítinn hluta af öllu því, sem ferst á þennan hátt. Það er nú staðreynd, sem sannast með ári hverju, að far- fuglarnir fljúga óravegi haust og vor. Orsakirnar til þessari*a ferða voru öldungis óþekktar langt fram á síðustu öld, ferðir fuglanna voru taldar í flokki með hinum mörgu órannsakanlegu leyndardómum, sem manninum yrði aldrei fært að gagnrýna. Á síðustu tuttugu og fimm árum síðustu aldar var þó gert sitt af hverju til þess að rannsaka ferðir fuglanna, einkum til þess. að komast fyrir um hvei’t þeir færu og hvaða leiðir þeir héldu. Litlu varð þó áorkað, fyrr en tilraunir með fuglamerkingar voru teknar til hjálpar, en það var árið 1899. Frumkvöðull þessari’a tilrauna, eða sá, s.em fyrstur merkti fugla, var danskur kennari, Mortensen að nafni, og starf hans og útkoma þess vakti svo mikla eftirtekt, að fjöldi manna í ýmsum löndum fóru að hans dæmi og tóku upp fuglamerkingar í stórum stíl. Árangurinn af þessum merkingum er nú sá, að kunnugt er hvar flestar far-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.