Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 35 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllt fuglategundir hafa vetrardvöl og hvaða vegi þær fara. En ann- arri mikilli spurningu er ,enn þá næstum ósvarað, en hún er, hver er sá kraftur, sem ræður því, að fuglarnir haga ferðum sínum eftir reglubundnum lögmálum, hvað er það í raun og veru, sem fær þá til þess að segja skilið við garðana í Gröf, og takast langa ferð á hendur, enda þótt ekkert virðist knýja þá til þess, að því ,er séð verður. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margir farfuglar koma og fara hér um bil nákvæmlega á sama tíma, meira að segja nærri því upp á dag ár eftir ár, — þeir fara á haustin, þegar hinn vanalegi tími er kominn, þrátt fyrir það, þótt nóg sé til af fæðu handa þeim, og þótt veður sé hið bezta. Þessi löngun til þess að segja skilið við sumarbústaðinn og halda suður á bóginn kemur einnig greinilega í ljós hjá fuglum, sem haldið er í búri. Þegar félagarnir úti í hinni frjálsu náttúru fara að taka saman plögg sín og leggja af stað, verða fuglarnir í búrinu gagnteknir af ókyrrð, þeir hamast af öllum mætti innan þeirra veggja, sem takmarka frelsi þeirra, og eyði- leggja þannig vængi sína eða meiða sig á annan hátt. Hér er alls ekki um vitsmuni að ræða, eða um það, að fuglarnir reki minni til, að einmitt á þessum tíma séu þeir vanir að fara. Það sést nefnilega á því, að ungar, sem ef til vill er klakið úr eggi sama árið og svo hafðir í búri, hafa alveg jafn sterka ferða- löngun eins og fuglar, sem hvað eftir annað hafa tekið þátt í langferðunum. Allt þetta fær okkur til þess að spyrja, hver sá kraftur sé, sem knýr fuglana af stað. Sem svar við spurning- unni vil eg nú, áður en eg lýk máli mínu, tilgreina mjög merk- ar rannsóknir, sem Ameríkumaðurinn Rowman hefir gert nú á síðustu árum. I Norður-Ameríku er lítil spörfuglategund, sem á latínu heitir Junco hiemalis. Á sumrin hefst hann við í Kanada, og kemur þangað í apríl og fer þaðan aftur um mánaðamótin sept- ember—október. Á veturna er hann í Mið- og Suður-Bandaríkj- unum. Kvenfuglarnir koma seinna norður á vorin en karlfugl- arnir og fara seinna suður á haustin. Þennan fugl, Junco, valdi nú Rowman til þess að gera tilraunir með, enda þótt hann not- aði einnig ýmsar aðrar smáfuglategundir. Það, sem fyrst og" fremst vakti fyrir Rowman, var að finna einhverja ytri orsök til þess, að farfuglarnir skildu við átthagana og færu af stað, og reyna að finna skýringu á því, hvers vegna þeir færu og kæmu hér um bil á sama tíma ár eftir ár. Veðrið gat ekki valdið þessu,, 3*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.