Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 54
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ...................................................IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Árangur íslenzkra fuglamerkinga. VII. Innanlands hafa náðst: Rauðhöfðaönd (Mareca penelope (L)). Merkt fullorðin á hreiðri hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 8. júní 1933. Skotin á Skerjafirði (Rvk) þ. 31. janúar 1935. R j ú p a, merkt þ. 16. marz 1933, hjá Brekkukoti í Efri- Byggð í Skagafirði. Skotin þ. 3. desember 1934 á Goðdalahálsi. Erlendis hefir spurzt um: Stóra grágæs (Anser anser). Merkt (2/31) þ. 2U. júlí 1932, ofarlega við Kráká á Mývatnsafrétti. Var þá ungi. Skotin hjá Meikleour, Perthshire á Skotlandi þ. 1. febrúar 1935. Stóra grágæs (Anser anser). Merkt (2/83) þ. 25. júlí 1933 á Hafursstaðaeyrum á Bárðardalsafrétti. Skotin hjá Mous- wald, Dumfriesshire á Skotlandi, 11. janúar 1935. Grafönd (Dafila a. acuta (L)). Ungi, mer'ktur (3/131) norður í Aðaldal, þ. 17. júlí 193U■ Skotin í Ince Marshes við ána Mersey, Cheshire á Englandi, þ. 12. janúar 1935. Grafönd (Dafila a. acuta (L)). Ungi, merktur (3/137) norður í Aðaldal, þ. 7. ágúst 193/. Skotin skammt fyrir austan Scutari í Albaníu 25. desember 1934. Duggönd (Nyroca m. marila). Merkt (3/48) fullorðin, á hreiðri hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 19. júní 1933. Skotin hjá Formby, skammt frá Liverpool á Englandi, þ. 19. febrúar 1935. Duggönd (Nyroca m. marila). Ungi, merktur (4/185) þ. 30. júlí 1934, hjá Sandi í Aðaldal. Skotin síðast í febrúar 1935 hjá Tramore, Co. Waterford á írlandi. Fregn þessi ekki nákvæmlega orðuð að því er snertir stað og stund, þar sem önd þessi var skot- in, en merkingarhringurinn var mér sendur til sannindamerkis, og er því ekki um tegundina að villast. M. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.