Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 56
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111111111111 og fyllilega þess virði, að hennar sé minnzt nokkuð. í henni eru birtar nið- urstöðurnar af rannsóknum höfundarins á íslenzkum jarðvegi, einkum sýru- magni, og er sýnilegt, að við þær rannsóknir hefir gætinn og áhugasamur maður verið að verki. Það er varla efa bundið, að rannsóknir á íslenzkum jarðvegi, og þá fyrst og fremst sýrumagninu (pH-koncentrationinni) er frumatriði, sem verður að vera fullnægt, ef hreinrækta skal þær tegundir nytjaplantna, sem hér geta þrifizt. í ritgerð þessari er fyrst kafli, sem heitir: Yfirlit yfir sýrufar jarðvegsins og þýðing þess. Þar fer höfundurinn fyrst á stað sem skemmtilegur rithöfundur, sem auðsjáanlega hefir samúð með þvi verkefni, sem hann er að vinna, og ber á borð ýmsan fróðleik, sem hefir almennt gildi, áður en hann fer að segja frá sínum rannsóknum. Þar er talað um myndun jarðvegssýra, orsök súrra og basiskra áhrifa, grundvöll sýrumælinga, afstöðu plantnanna til sýrustigsins, áhrif sýrustigsins fyrir jarðveginn og sýrufar jarðvegsins í nágrannalöndunum. í þessum kafla ritsins eru m. a. mjög merkilegar tölur, sem sýna innan hvaða marka sýru- stigið verður að vera, til þess að ýmsar merkar nytjaplöntur geti þrifizt. Höf. getur þess, hvaða sýrustig sé yfirleitt hentast fyrir gróður almennt, sýnir sýrumagn í ýmsum löndum, og kemst að þeirri niðurstöðu, að íslenzkur jarðvegur sé að þessu leyti betri en víðast annars staðar. Mér er kunnugt um, að aðrir hafa komizt að svipaðri niðurstöðu, sem rannsakað hafa íslenzkan jarðveg. — Þá koma rannsóknir höf. á sýrufari í íslenzkum jarðvegi, og er fyrst sagt frá mælingunum. Þar er mjög skipuleg tafla um 650 sýrurann- sóknir á mismunandi jarðvegi, og munurinn leynir sér ekki. Flatar mýrar með flóagróður eru langsúrastar allra þeirra jarðvegstegunda, sem rann- sakaðar voru, en á hinum enda mælikvarðans eru ísaleirar á melum, þeir eru basiskir. Þá er samanburður á sýrustigi jarðvegsins á mismunandi tímurn árs, og samanburður á sýrumagninu á sömu stöðum árið 1933 og 1934. Eftirtektarvert er þar, að sýrustigið var heldur hærra árið 1934 en 1933, og telur höf. ekki ólíklegt að það sé vegna rigninganna, síðastliðið sumar, að vatnið hafi skolað burtu einhverju af basiskum efnum. Margt annað fróðlegt er í ritgerðinni, t. d. rannsóknir á vatni, sem ekki er hægt að drepa á hér, þ. á. m. kaflinn um gróðrarfar og sýi’ustig. Rannsóknir af þessu tagi eru alveg áreiðanlega hyrningarsteinn undir landbúnaðinn, en miklu þarf ennþá að bæta við. Meiri rannsóknir, og fleiri ritgerðir um þetta efni! ATH. Þeii'i sem vilja láta binda 3. og 4. árgang- Náttúrufræðingsins inn eins og 1. og 2. árgang, geri svo vel að leggja ritið inn á skrifstofu ísa- foldarprentsmiðju, fyrir 15. maí. Verða þeir að láta þess getið, hvaða lit þeir vilja hafa á bandinu, skrifa nöfn sín á ritið, og greiða kr. 1.50 þegar þeir sækja það aftur, innbundið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.