Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 58
48 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiimiiimmiimiiiiimmmimimimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii
Því er ekki sönnun fyrir því, að eggið hafi verið með tveimur
skurnum, þótt mér detti ekki í hug að rengja manninn, það getur
vel verið rétt. Þegar hið eiginlega hænuegg (rauðan) fer um egg-
göngin, á leið sinni út, hlaða fyrst kirtlar um það forðanæringu,
hvítunni, en seinna verða fyrir því kirtlar, sem mynda skurnina.
Síðan heldur eggið vanalega leið áfram út úr líkamanum. Það
getur þó komið fyrir, að eggið ýtist af einhverjum óvenjulegum
ástæðum aftur á bak, einmitt þegar skurnin hefir myndazt. Þann-
ig getur þá á ný komizt í samband við eggjahvítukirtlana, en
þeir mynda þá nýja hvítu utan á skurninu. Svo þegar eggið fer
í annað skipti fram hjá skurnkirtlunum, myndast um það önnur
skurn, utan um hina, en á milli verður hvíta. Á. F.
Eru til 25 »réttlátir«?
Það er til á dönsku ágæt bók, sem heitir B i 11 e d e r a f
Nordens Flora, eða „myndir af norrænum plöntum", eins
og íslenzka nafnið myndi v.erða. Bók þessi er í fjórum bindum,
í álíka stóru broti eins og Náttúrufræðingurinn. í fyrsta og öðru
bindinu eru 519 heilsíðu-myndir af norrænum plöntum, með eðli-
legum litum. Þriðja bindið er lesmál, til skýringar fyrsta og öðru
bindi. Það er 472 bls. að stærð. Loks eru 144 myndablöð í fjórða
bindinu, og 176 bls. lesmál, þeim til skýringar. Mér hafði nú
dottið í hug, að gaman væri að birta stórar, fallegar litmyndir
af helztu íslenzkum plöntum við og við, eða að minnsta kosti
við hátíðleg tækifæri, hér í ritinu, og skrifaði eg því útgáfu-
fyrirtækinu og spurðist fyrir um verð á myndamótum þessum,
eða leigu, ef eg mætti fá þau lánuð. Var mér svarað, að svo dýrt
væri að framleiða þessar myndir, ef fáar væru gerðar og í fá-
um eintökum, að ókleift væri með öllu. Á hinn bóginn var mér
boðið að kaupa 25 eintök af ritinu fyrir kr. 125 danskar
pr. eintak (4 bindi), en þó því aðeins, að eg keypti að
minnsta kosti 25 eintök í einu. Þess skal getið, að lægsta bók-
hlöðuverð er um kr. 200, og á þessa upphæð, 125 kr., myndi ekki
leggjast annað en það, sem svaraði burðargjaldi.
Eg á bókina sjálfur, og þarf því ekki aö kaupa hana, en
læt tilboðið ganga til kaupenda Náttúrufræðingsins. — Ef til