Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 13
GUÐNI GUÐJONSSON 5 vald S0rensen, danskan grasafræðing, um rannsóknir á túnfíflum. Birtist fyrsti árangurinn af starfi þeirra í ritgerð, er þeir nefna „Sþontaneous Chromosome-Apperrants in Apomictic Taraxaca“, og kom liún út árið 1946. Rannsóknir þessar beinast að því einkennilega fyrirbæri hjá tún- fíflum, að kímið myndast án undanfarandi frjóvgunar (við apómix- is). Allir afkomendur vissrar plöntu ættu þess vegna að hafa nákvæm- lega sömu erfðaeiginleika og því líkjast mjög að öllu ytra útliti. Dr. Thorvald Sprensen tókst að finna ýmis afbrigði meðal afkoni- enda sömu plöntu, er voru allólík að ytra útliti. Guðni vann nú það verk að sýna, að breytingar liefðu átt sér stað í krómósómfjölda af- brigðanna, og skýra, eftir hvaða reglum þessi afbrigði mynduðust. Það torveldaði starfið rnjög, hvað krómómsómin eru óvenjulega lítil hjá túnfíflum. En þolinmæði Guðna yfirvann Jrá þraut. Vikum og mánuðum saman sat hann við smásjána og skoðaði og teiknaði krómósómin. Smám saman fór hann að Jrekkja hvert einstakt, og loks gat hann glögglega sýnt, í hverju breytingarnar voru fólgnar. Rannsóknum þessum liélt Guðni síðan áfram, og liggja eftir hann mikil gögn, sennilega að mestu leyti fullunnin. Var ætlun lians sú að semja um þessai' rannsóknir doktorsritgerð, og má ætla, að það Iiefði orðið merkilegt rit, ]jví að viðfangsefnið grípur inn á Jrau svið erfðafræðinnar, sem eru grundvöllur að skilningi vorum á myndun tegunda í náttúrunni. Vér sjáum á bak efnilegum vísindamanni, sem búinn var að taka ákvéðna stefnu í starfi sínu. Með drengilegri framkomu og einurð hafði hann áunnið sér traust og vinfengi starfsbræðra og annarra, sem bera hag náttúruvísindanna fyrir brjósti. Skarðið eftir slíkan mann stendur nú ófullt og verður vandlýllt, en Hver, sem vinnur landi og lýð, treysta skal, að öll hans iðja alll ið góða nái að styðja Jress fyrir liönd, er hóf hann stríð. Hermann Einarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.