Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 21
RAUÐHÓLL 13 Rauðhóll 6. nóv. 1948. Horft norður, Hvaleyrarholt i baksýn. Malargryfjan er með tveimur stölhun. Sjnvarsandurinn, i neðri stallinum, er mcrktur svörtum dilum og x par, sem mest var af skeljúm. Hvort tveggja hlýtur að vera ættað úr undirlagi hólsins og liafa kastazt upp í gosinu, sem myndaði hólinn. Það er ætlun mín, að leirinn, sem upp hefur kastazt, sé að upp- runa sjávarbotnsleir og samur le.rnum í gryfjubotninum. En talsvert hefur liann þá breytzt í eldganginum, orðið hvítur eins og krít og harðnað nokkuð, hnoðast nú ekki, en molnar. Víða í malarstálinu, bæði Iiátt og lágt, má sjá um hnefastóra köggla af þessum leir og sums slaðar á stærð við mannshöfuð. En yfirleitt eru þeir óreglulega lagaðir, eins og jieir hafi upphaflega verið linir og klemmzt í gluf- um gosgrýtisins. Grágrýtishnullungar sjást aftur á mófci hvergi í undirlagi hóls- ins, og því hljóta hnullungarnir uppi í hólnum að vera komnir nokkru dýpra að en gryfjan nær. En í Hvaleyrarholti fast norðan við hraunið, sem Rauðhóll stendur í, er ntikið af alveg sams konar steinum. Holtið er allt úr grágrýti og stráð lausagrjóti úr sömu berg- tegund. Þetta lausagrjót er allt brimsorfnir hnullungar upp í h. u. b. 30 m hæð y. s. En í þeirri hæð liggur glöggur hnullungakamlnir. Þar eru elstu sjávarmörk, sennilega frá ísaldarlokum, og fyrir ofan

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.