Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 48
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Húsatóftum hvarf á burt laug sú, er þar hafði áður alla ævi verið. Þar rifnaði og sprakk svo djúpt, að ekki sá niður.“ Þessa jarðskjálfta er getið í samtíma annálum, og l>er þeim saman um, að þetta hafi verið mikill landskjálfti („landskjálfti mikli“, Lög- mannsannáll) og bæ.'r liafi fallið á Rangárvöllum. Um breytingar á hverum í Haukadal er ekki getið nema í Oddverja annál, en Annales regii geta þess, að „brunnar urðu ásýndar sem mjólk um III daga í Flagbjarnarholti." Enginn samtímaannál getur Heklugoss þetta ár, og eru þó Heklugosin næstu á undan og eflir upp talin. Er nær óhugsandi, að gos 1294 hefði ekki verið nefnt í þessum annálum, ef slíkt hefði raunverulega átt sér stað. Mín skoðun er því sú, að ekkert gos hafi verið í Heklu þetta ár, en að Oddverja annáll, sem saman er tekinn nær þremur öldum síðar, hafi ruglað sarnan heimildum af jarðskjálftanum 1294 og Heklugosinu árið 1300, sem er eitt hið mesta vikurgos úr Heklu. Það sem sagt er um vikurinn 1294 í Odd- verjaannál, kemur ákaflega vel he.’m við það, sem við nú vitum um gosið 1300. Og skýringin á ruglingi annálshöfundar liggur í augum uppi. Árið 1300 verður aftur landskjálfti á Suðurlandi, sem er sterkastur á Rangárvöllum, og féllu þar bæir eins og 1294. Annálar lýsa þessum jarðskjálftum báðum með svipuðu orðalagi. Það er því ekki undarlegt, þótt síðari tíma annálahöfundur hafi ruglað jtessu saman og tengt fyrri jarðskjálftann atburðum, sem raunverulega urðu í sambandi við hinn síðari. Ég held því, að það sé alveg óhætt að strika gosið 1294 úr afrekaskrá Heklu gömlu. Hún hefur nóg .að státa af samt. En snúum okkur aftur að Geysi. Ég hef fylgt vikurlaginu X í jarðvegssniðum víða um svæðin norður og norðvestur af Heklu og um vestursýslur Norðurlands og tel næsta öruggt, að það sé a. m. k. 2000 ára gamalt. Líklegan aldur á því tel ég, að svo stöddu, vera um 2500 ár. Neðsta ljósa lagið, Y, er miklu eldra, vart yngra en 5000 ára, en gæti verið 6000—7000 ára. í jarðvegssniðunum við Hagavatn og Sandvatn er tiltölulega þunnt jarðvegslag milli þessa lags og botnurðar þeirrar, er jökullinn skildi eftir í lok síðasta jökulskeiðs- ins, en gera má ráð fyrir, að moldarjarðvegur hafi tekið að myndast tiltölulega fljótt, eftir að jökla leysti, þ. e. fyrir 8000—9000 árum. Af Geysissniði mínu má sjá, að kís'lhrúður hefur farið að myndazt þar alllöngu áður en lag Y myndaðist. Má Jiví telja næsta öruggt, að þarna hafi verið hverasvæði mestallan, ef ekki allan, tímann síðan jökulskeiðinu lauk (posfglacial-tímann) og ekki loku fyrir það skot-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.