Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 55
Spurningar og svör í ráði er að taka upp til reynslu þá nýlundu í Náttúrufræðingnum að birta kafla með þessari fyrirsögn í sumum eða öllum heftum hans. Lesandanum mun þegar ljóst, af fyrirsögninni einni saman, hvert efnið nruni ei' a að vera, því að allir kannast við hina ágætu þætti Ríkisútvarpsins, spurningar og svör, bæði um íslenzkt mál og um náttúrufræði. Þetta verður sams konar að öðru leyti en því, að hér lær spyrjandinn skrifleg svör, en ekki munnleg. Vitaskuld verður hér einungis svarað spurningum um náttúru- fræði, fyrst og fremst dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. Ég liel sérstaklega beðið þá Finn Guðmundsson, dýrafræðinp, og Ingólf Davíðsson, grasafræðing, nm aðstoð við að svara spurningum tir sínum fræðigreinum og fengið ágætar undirtektir. Og ekki er að efa, að fleiri náttúrufræðingar, í víðustu merkingu orðsins, muni bregðast vel við, ef til þeirra verður leitað. Lesendur eru hvattir til að senda Náttúrufræðingnum spurning- ar urn áhugamál sín. Með j)\ í gera þeir ekki aðeins sjálfum sér gagn, heldur einnig öðrum þeirn lesendum ritsins, er hafa svipuð áhuga- mál. Sviir verða birt eins fljótt og kostur er, væntanlega oftast í j)\'í hefti, sem er í undirbúningi, er spurningarnar berast. Það skal tekið skýrt fram, að engu er lofað um að svara öllum spurningum, sem kunna að berast. Náttúrufræðingurinn er engin alvitur véfrétt, og tími okkar og rúm Jrað, sem þessurn þætti er ætlað í ritinu, er hvort tveggja takmarkað. Spyrjið Jrví einfaldra hluta, sem hægt er að svara í stuttu rnáli eða einni setningu. Þá spyrjið jrér fyrir munn flestra, og J)á megið j)éi helzt vænta svars. Leyfið börn- unum að spyrja. Barnalegustu spurningarnar eru verðastar svars. Fullt nafn og heimilisfang spyrjanda verður að fylgja spurning- unum. En að sjálfsögðu verða jrær birtar undir dulnefni eða nafn- lausar, ef j^ess er óskað. Spurningar skulu sendar ritstjóranum: Guðmundi Kjartanssyni, Strandgötu 37, Hafnarfirði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.