Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 4
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Svo kynntust menn ennþá lægri og ófullkomnari lífverum en möðk- unum, nefnilega. gerlunum, og kenningin um sjálfsköpun lífsins reis aftur upp, og virtist nú nær óhrekjanleg. Þessar örsmáu lífverur, gerlarnir, sem alls staðar virtust vera nálægir og gerðu svo ótrúlega litlar kröfur, þeir lilutu þó að geta kviknað af dauðum hlutum, t. d. í rotnandi kjöti. Ekki tjáði það, þó að ítalski presturinn Lazzaro Spal- lanzani (1729—1799) sýndi það með tilraunum, að kjöt var liægt að geyma óskemmt eftir vild, ef það aðeins var soðið duglega í þétt lok- uðum ilátum. Hér þurfti sterkari rök. Það nægði ekki minna en hug- vit og snilli vísindamannsins Louis Pasteur (1822—1895), til þess að sanna það, að gerlar mynduðust aðeins af gerlum. Og nú var því slegið föstu, að líf gæti aðeins myndazt af lífi. „Omne vivum ex vivo.“ Og þó, einhver veila var í þessu öllu saman. Það vantaði ennþá upphafið. Einhvern veginn varð fyrsta lífveran að hafa orðið til, ein- hvem tíma. Það hlutu að hafa verið til miklu einfaldari verur en gerlarnir, lífverur, sem við þekktum ekki og væru sennilega löngu útdauðar. Og ekki var hægt að búast við því, að svo ófullkomnar ver- ur skildu eftir sig nokkrar sýnilegar leifar í jarðlögunum. Nú, svo var auðvitað sýnilegt, að aðstæðurnar hlutu að hafa verið allt aðrar hér á jörðinni þá en nú, lífsskilyrðin því allt önnur, og sennilega margvíslegir möguleikar fyrir hendi, sem vér ekki þekktum nú á dög- um. Kenningin um sjálfsköpun lífsins var því eiginlega ekki dauð, heldur svaf hún. Henni hafði verið ýtt til baka út í ómæli tímans, eins og henni hafði líka verið ýtt i'it í ómæli rúmsins, lil annarra hnatta. Og enn þann dag í dag skýtur þessari kenningu upp í hug- um manna, og þeir verða stöðugt fleiri, sem hika, áður en þeir varpa lii'nni frá sér sem fjarstæðu. Og sagan endurtekur sig. Það voru gerlarnir, sem hann Anthony van Leeuwenhoek (1632—1723) sá fyrstur allra, er styrktu trú þeirr- ar tíðar manna á þvi, að líf gæti kviknað af dauðum hlutum. En nú fyrir nokkrum áratugum eru komnar til sögunnar lífverur, ófull- komnari en nokkrar, sem áður hafa þekkzt, er virðast líklegar til þess að geta varpað nokkru ljósi á spuminguna gömlu um kviknun lífsins hér á jörðu. Þessar lífverur em vírusarnir. Það virðist í fljótu bragði fjarstæða að ætla, að vírusarnir séu frum- gróður jarðarinnar. Þar sem allar þær vírustegundir, er vér þekkj- um, virðast aðeins geta lifað í lifandi frumum, þ. e. í öðrum lífver- um, sem þá að sjálfsögðu hefðu þurft að vera til fyrst. En hjá sum- um vírusum finnst svo furðulegt sambland af eiginleikum þess lif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.