Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 12
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN átt sér stað. Alveg nýlega hafa fengizt frekari upplýsingar hér að lút- andi. Eru það enn gerilæturnar, sem tilraunirnar eru gerðar á, nán- ar tiltekið gerilætan T2, sem smitar saurgerilinn Escherichia coli. Við tilraunir þessar kom i ljós, að vírusinn er gerður af eins konar kjarna úr kirnissýrusambandi, „desoxyribonucleic“-sýru, sem umluktur er af eggjahvítuefni. Eggjahvítu-hjúpurinn gerir það að verkum, að vír- usinn getur sezt fastur á vegg gerilfrumunnar, en þar verður hjúpur- inn eftir, aðeins kirnissýrusambandið fer inn í frumuna, og þar með fylgja allir hinir arfgengu eiginleikar, þ. e. genin sjálf. Inni í frum- unni eykst svo kirnissýrusambandið, genunum fjölgar, og úr þeim myndast kjarnar í nýja vírusa. Um kjarnana myndast svo hjúpur úr eggjahvítu, og virusinn er fullskapaður. Sýnt hefur verið fram á það, að efni þau, sem fara til myndunar á vírusunum innan í gerilfrum- unni, koma jöfnum höndum frá frumunni sjálfri og frá næringar- vökvanum utan hennar. Efnið í vírusana er því ekki allt fyrir hendi innan í gerilfrumunni, þegar fyrsfi vírusinn kemur þangað, heldur tillífar fruman það úr umhverfinu jafnóðum og það notast. Það hafði löngu vakið eftirtekt, hversu mjög virusunum svipaði til genanna, og gizkað hafði verið á, að þeir væru eins konar gen, sem lifað gætu á timabili utan frumunnar. Þessi kenning virðist nú styrkjast mjög við ofannefndar niðurstöður. I fyrsta lagi það, að aðal- efnið í virusunum og i litningunum, sem geyma genin, reynist vera hið sama, nefnilega kirnissýrusambönd. Og í öðru lagi hitt, hversu háttað er blöndun genanna við vírusmyndunina í frumunum. En hvað er svo gen? Gen eru fyrst og fremst frumpartar litning- anna, sem flytja eiginleika frumurmar eða lifverunnar frá einni kyn- slóð til annarrar. Þau eru sambönd af kirnissýru, sennilega gerhvat- ar (enzym), sem hafa þann eiginleika að geta myndað sjálfa sig úr einfaldari efnum umhverfisins. Genin eru svo hundruðum skiptir i hverjum litningi, og við hverja almenna kjarnaskiptingu myndast af hverju einstöku geni tvö gen. Hvort það skeður við skiptingu gens- ins í tvennt, eða myndun nýs gens við hlið hins fyrra, eins og þegar einn kristall myndast af öðrum, það er ekki ennþá vitað. Myndun vírusanna í gerilfrumunni, sem áður var lýst, bendir á, að það síðamefnda geti eins vel átt sér stað. Sjálfhvata gerhvatar (autokata- lytisk enzym), þ. e. efnasambönd, sem endurnýja sjálf sig, raða sameindum úr umhverfinu upp í sams konar form og þau eru sjálf byggð í. Þannig gætu þau verið genin, þessir frumpartar erfðanna og þar með lífsins, sem eru í hverri fmmu, bundin í litningunum í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.